Bergrún Ósk heimsmeistari ungmenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 15:00 Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. vísir/vilhelm ÍR-ingurinn Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir stóð sig frábærlega á heimsmeistaramóti ungmenna í frjálsum íþróttum fatlaðra sem fór fram í Nottwil í Sviss um Verslunarmannahelgina. Keppt var bæði í flokki 17 ára og yngri og í flokki 20 ára og yngri. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir fagnaði sigri í tveimur af fjórum greinum sem hún keppti í á mótinu en Bergrún keppir í flokki T/F 37 (hreyfihamlaðir). Bergrún varð heimsmeistari í langstökki með stökki upp á 4,12 metra og sigraði í spjótkasti í sínum flokki er hún kastaði spjótinu 23,08 metra. Spjótið var ekki verðlaunagrein á mótinu þar sem aðeins tveir keppendur voru skráðir til leiks. Glæsilegur árangur hjá Bergrúnu sem var einnig í 4. sæti í 100 metra hlaupi og 5. sæti í 200 metra hlaupi. Bergún er að fylgja eftir góðu ári í fyrra þegar hún var valin íþróttakona ársins hjá fötluðum eftir að hafa unnið þrenn verðlaun á Evrópumeistaramótinu. Nú er hún farin að láta til sín taka á heismmeistaramótinu. Erlingur Ísar Viðarsson frá FH var svo með bætingu í 100 metra hlaupi í flokki T37 er hann kom í mark á tímanum 14,21 sekúndum. Erlingur Ísar varð í 18. sæti í 100 metra hlaupinu og í 20. sæti í 200 metra hlaupi en náði bestum árangri í langstökkinu með því að ná sjöunda sæti. Hafliði Hafþórsson keppti ekki á mótinu en gekkst í gegnum flokkun á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC). Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Sjá meira
ÍR-ingurinn Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir stóð sig frábærlega á heimsmeistaramóti ungmenna í frjálsum íþróttum fatlaðra sem fór fram í Nottwil í Sviss um Verslunarmannahelgina. Keppt var bæði í flokki 17 ára og yngri og í flokki 20 ára og yngri. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir fagnaði sigri í tveimur af fjórum greinum sem hún keppti í á mótinu en Bergrún keppir í flokki T/F 37 (hreyfihamlaðir). Bergrún varð heimsmeistari í langstökki með stökki upp á 4,12 metra og sigraði í spjótkasti í sínum flokki er hún kastaði spjótinu 23,08 metra. Spjótið var ekki verðlaunagrein á mótinu þar sem aðeins tveir keppendur voru skráðir til leiks. Glæsilegur árangur hjá Bergrúnu sem var einnig í 4. sæti í 100 metra hlaupi og 5. sæti í 200 metra hlaupi. Bergún er að fylgja eftir góðu ári í fyrra þegar hún var valin íþróttakona ársins hjá fötluðum eftir að hafa unnið þrenn verðlaun á Evrópumeistaramótinu. Nú er hún farin að láta til sín taka á heismmeistaramótinu. Erlingur Ísar Viðarsson frá FH var svo með bætingu í 100 metra hlaupi í flokki T37 er hann kom í mark á tímanum 14,21 sekúndum. Erlingur Ísar varð í 18. sæti í 100 metra hlaupinu og í 20. sæti í 200 metra hlaupi en náði bestum árangri í langstökkinu með því að ná sjöunda sæti. Hafliði Hafþórsson keppti ekki á mótinu en gekkst í gegnum flokkun á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC).
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Sjá meira