Þessir voru valdir í lið áratugarins í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 16:45 Lið áratugarins 2010-2019. Samsett mynd/Twitter/@NBATV Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. NBA sjónvarpsstöðin valdi á dögunum lið áratugarins í NBA-deildinni en NBATV fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að velja sig þrjú úrvalslið fyrir árin 2010 til 2019. Valnefndin var mynduð að mönnum sem starfa hjá NBA.com og NBA TV og hafa það því að atvinnu sinni að framleiða efni um NBA körfuboltann. Í hverju liði voru tveir bakverðir og þrír framherjar eða miðherjar. LeBron James og Kevin Durant voru upp á sitt besta á þessum áratug, ferill Kobe Bryant og Dwyane Wade var að enda og ferlar manna eins og Anthony Davis og Giannis Antetokounmpo að byrja. Allt þetta þurfti valnefndarmeðlimir að meta og þeim tókst að setja saman þrjú úrvalslið, fyrsta, annað og þriðja. Í fyrsta úrvalsliðinu eru bakverðirnir Stephen Curry og James Harden og svo framherjarnir LeBron James, Kevin Durant og Kawhi Leonard.Presenting our panelists' picks for First Team All-Decade!https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/ZoAG0Oa7fV — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 LeBron James og Kevin Durant voru kosnir í Stjörnuleik NBA öll tíu árin og þeir voru einnig valdir í úrvalslið NBA í öll skipti nema eitt þegar Durant var ekki valinn. Kevin Durant er með 28,0 stig, 7,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á áratugnum en LeBron James er með 26,9 stig, 7,7 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali. Stephen Curry breytti NBA-deildinni á þessum árum með þriggja stiga skotum sínum og var tvisvar kosinn bestur en hann er með 23,5 stig í leik á áratugnum. James Harden fór úr því að vera besti sjötti maðurinn í að verða besti leikmaður deildarinnar og er með 24,3 stig í leik. Kawhi Leonard er með lökustu tölfræðin á þessum fimm en vann tvo titla með tveimur liðum þar sem hann var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin. Hann var einnig valinn besti varnarmaðurinn tvisvar. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig hin tvö úrvalsliðin líta út. Í öðru úrvalsliðinu eru bakverðirnir Chris Paul og Russell Westbrook ásamt þeim Anthony Davis, Blake Griffin og Carmelo Anthony. Í þriðja úrvalsliðinu eru svo bakverðirnir Dwyane Wade og Kobe Bryant ásamt þeim Paul George, LaMarcus Aldridge og Giannis Antetokounmpo.Here's who our panelists selected as the Second Team All-Decade! https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/La627ujFvS — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 With the 2010s era of the NBA coming to a close, we're looking back on the best of the decade that was. First up, the Third Team All-Decade! https://t.co/5qVj6nAVLqpic.twitter.com/c0VKCHPU3d — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. NBA sjónvarpsstöðin valdi á dögunum lið áratugarins í NBA-deildinni en NBATV fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að velja sig þrjú úrvalslið fyrir árin 2010 til 2019. Valnefndin var mynduð að mönnum sem starfa hjá NBA.com og NBA TV og hafa það því að atvinnu sinni að framleiða efni um NBA körfuboltann. Í hverju liði voru tveir bakverðir og þrír framherjar eða miðherjar. LeBron James og Kevin Durant voru upp á sitt besta á þessum áratug, ferill Kobe Bryant og Dwyane Wade var að enda og ferlar manna eins og Anthony Davis og Giannis Antetokounmpo að byrja. Allt þetta þurfti valnefndarmeðlimir að meta og þeim tókst að setja saman þrjú úrvalslið, fyrsta, annað og þriðja. Í fyrsta úrvalsliðinu eru bakverðirnir Stephen Curry og James Harden og svo framherjarnir LeBron James, Kevin Durant og Kawhi Leonard.Presenting our panelists' picks for First Team All-Decade!https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/ZoAG0Oa7fV — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 LeBron James og Kevin Durant voru kosnir í Stjörnuleik NBA öll tíu árin og þeir voru einnig valdir í úrvalslið NBA í öll skipti nema eitt þegar Durant var ekki valinn. Kevin Durant er með 28,0 stig, 7,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á áratugnum en LeBron James er með 26,9 stig, 7,7 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali. Stephen Curry breytti NBA-deildinni á þessum árum með þriggja stiga skotum sínum og var tvisvar kosinn bestur en hann er með 23,5 stig í leik á áratugnum. James Harden fór úr því að vera besti sjötti maðurinn í að verða besti leikmaður deildarinnar og er með 24,3 stig í leik. Kawhi Leonard er með lökustu tölfræðin á þessum fimm en vann tvo titla með tveimur liðum þar sem hann var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin. Hann var einnig valinn besti varnarmaðurinn tvisvar. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig hin tvö úrvalsliðin líta út. Í öðru úrvalsliðinu eru bakverðirnir Chris Paul og Russell Westbrook ásamt þeim Anthony Davis, Blake Griffin og Carmelo Anthony. Í þriðja úrvalsliðinu eru svo bakverðirnir Dwyane Wade og Kobe Bryant ásamt þeim Paul George, LaMarcus Aldridge og Giannis Antetokounmpo.Here's who our panelists selected as the Second Team All-Decade! https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/La627ujFvS — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 With the 2010s era of the NBA coming to a close, we're looking back on the best of the decade that was. First up, the Third Team All-Decade! https://t.co/5qVj6nAVLqpic.twitter.com/c0VKCHPU3d — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira