Hinsegin myndlist: Ósýnileg í 35 ár Ynda Gestsson skrifar 6. ágúst 2019 14:10 Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Myndlist Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun