Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 16:53 Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars. Vísir/vilhelm Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. Framboð var aukið um 8% og var sætanýting 82,9% samanborið við 85,3% í júlí í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningu segir að leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins skömmu fyrir ferðatímann hafi haft talsverð neikvæð áhrif á sætanýtingu í júlí. Þá fjölgaði farþegum til Íslands um 32% eða um ríflega 60 þúsund. „[…] og hefur félagið aldrei flutt jafnmarga farþega til landsins í júlímánuði eins og í ár, eða samtals tæplega 251 þúsund,“ segir í tilkynningu. Farþegum fjölgaði einnig á heimamarkaði frá Íslandi, eða um 23%, sem nam rúmlega 11 þúsund farþegum. Í tilkynningu er þessi aukning farþega til og frá Íslandi m.a. rakin til „áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX-véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu með því að tryggja flugframboð á þessum mörkuðum.“ Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund í júlí og fækkaði um 10%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,1% og dróst örlítið saman á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 5% milli ára og fraktflutningar jukust um 6%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 3% og var herbergjanýting 89,6% samanborið við 84,1% í júlí 2018. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. Framboð var aukið um 8% og var sætanýting 82,9% samanborið við 85,3% í júlí í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningu segir að leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins skömmu fyrir ferðatímann hafi haft talsverð neikvæð áhrif á sætanýtingu í júlí. Þá fjölgaði farþegum til Íslands um 32% eða um ríflega 60 þúsund. „[…] og hefur félagið aldrei flutt jafnmarga farþega til landsins í júlímánuði eins og í ár, eða samtals tæplega 251 þúsund,“ segir í tilkynningu. Farþegum fjölgaði einnig á heimamarkaði frá Íslandi, eða um 23%, sem nam rúmlega 11 þúsund farþegum. Í tilkynningu er þessi aukning farþega til og frá Íslandi m.a. rakin til „áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX-véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu með því að tryggja flugframboð á þessum mörkuðum.“ Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund í júlí og fækkaði um 10%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,1% og dróst örlítið saman á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 5% milli ára og fraktflutningar jukust um 6%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 3% og var herbergjanýting 89,6% samanborið við 84,1% í júlí 2018.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15
Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45
Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45