Jóhannes Karl: Dómarinn sá bæði vítin en þorði ekki að dæma Guðlaugur Valgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 21:39 Jóhannes Karl fær gult spjald í kvöld. vísir/daníel Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Hann sagði muninn á liðunum einfaldlega vera Steven Lennon. „Steven Lennon var það sem skipti máli í restina. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með þeim þarna en hann kláraði þetta auðvitað frábærlega og ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik eftir að við höfðum verið frábærir.” „FH-ingar sköpuðu sér lítil sem engin færi en Lennon kláraði þetta færi fáranlega vel.” Jóhannes Karl var sammála því að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa farið með 0-0 inn í hálfleikinn. „Við fengum einhver 3-4 dauðafæri inn í markteig og vítateig. Frír skalli inn í markteig sem við náum ekki að koma yfir línuna. Auðvitað hefðum við að öllu eðlilegu átt að fara með forystu inn í hálfleikinn en því miður gekk það ekki.” „Samt sem áður komum við gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og FH-ingar sköpuðu sér ekkert og það gerir þetta ennþá sárara.” Það leit út fyrir að skagamenn hafi átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var alls ekki sáttur með dómara leiksins og sagði hann ekki hafa þorað að dæma víti. „Fyrir utan þetta í uppbótartímanum þá vörðu FH-ingar með hendinni í fyrri hálfleik á nær sem dómarinn segist ekki hafa séð. Mér finnst það voðalega skrýtið þegar dómari sem á að staðsetja sig þokkalega nálægt svæðinu þar sem boltinn er í umferð.” „Maður sér þetta svo auðveldlega frá vítateigslínunni og í seinni hálfleik gerir Brynjar tilraun í að blokka skot og setur hendina út, ég er virkilega ósáttur þar sem ég held að dómarinn hafi séð þetta í bæði skiptin og ekki þorað að dæma víti.” Skagamenn hafa fengið núll stig í seinustu tveimur leikjum gegn Val og FH. Jóhannes Karl er samt sem áður ánægður með sína menn og segir þá hafa verið frábæra í þessum tveimur leikjum. „Já algjörlega. Fótbolti er þannig að þú getur átt góðan leik og þú getur gefið allt sem þú átt inn í leikina en stundum færðu ekkert úr leikjunum þrátt fyrir að gefa allt í þetta. Það sem ég er virkilega ánægður með strákana er að þeir hafa verið frábærir í báðum leikjum og þetta eru tvö virkilega svekkjandi töp,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53 Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Hann sagði muninn á liðunum einfaldlega vera Steven Lennon. „Steven Lennon var það sem skipti máli í restina. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með þeim þarna en hann kláraði þetta auðvitað frábærlega og ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik eftir að við höfðum verið frábærir.” „FH-ingar sköpuðu sér lítil sem engin færi en Lennon kláraði þetta færi fáranlega vel.” Jóhannes Karl var sammála því að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa farið með 0-0 inn í hálfleikinn. „Við fengum einhver 3-4 dauðafæri inn í markteig og vítateig. Frír skalli inn í markteig sem við náum ekki að koma yfir línuna. Auðvitað hefðum við að öllu eðlilegu átt að fara með forystu inn í hálfleikinn en því miður gekk það ekki.” „Samt sem áður komum við gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og FH-ingar sköpuðu sér ekkert og það gerir þetta ennþá sárara.” Það leit út fyrir að skagamenn hafi átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var alls ekki sáttur með dómara leiksins og sagði hann ekki hafa þorað að dæma víti. „Fyrir utan þetta í uppbótartímanum þá vörðu FH-ingar með hendinni í fyrri hálfleik á nær sem dómarinn segist ekki hafa séð. Mér finnst það voðalega skrýtið þegar dómari sem á að staðsetja sig þokkalega nálægt svæðinu þar sem boltinn er í umferð.” „Maður sér þetta svo auðveldlega frá vítateigslínunni og í seinni hálfleik gerir Brynjar tilraun í að blokka skot og setur hendina út, ég er virkilega ósáttur þar sem ég held að dómarinn hafi séð þetta í bæði skiptin og ekki þorað að dæma víti.” Skagamenn hafa fengið núll stig í seinustu tveimur leikjum gegn Val og FH. Jóhannes Karl er samt sem áður ánægður með sína menn og segir þá hafa verið frábæra í þessum tveimur leikjum. „Já algjörlega. Fótbolti er þannig að þú getur átt góðan leik og þú getur gefið allt sem þú átt inn í leikina en stundum færðu ekkert úr leikjunum þrátt fyrir að gefa allt í þetta. Það sem ég er virkilega ánægður með strákana er að þeir hafa verið frábærir í báðum leikjum og þetta eru tvö virkilega svekkjandi töp,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53 Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53
Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00