Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 11:16 Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í gær. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að það væri hreint kraftaverk að enginn hafi slasast alvarlega þegar sprenging varð á aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar á ellefta tímanum í gær. Hún sagðist skilja vel að danska þjóðin væri hrædd. Aðeins tveir starfsmenn voru inni í byggingunni þegar sprengjan varð en hvorugan sakaði. Einn varð fyrir braki og leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar.Sjá nánar: Sprengin við dönsku Skattstofuna Frederiksen sagði að um alvarlegan glæp væri að ræða og kraftmikla sprengingu. Lögregluyfirvöld sögðu á blaðamannafundi í morgun að sprengingin væri viljaverk og að yfirvöld litu málið alvarlegum augum. Þetta væri árás af ásettu ráði.Á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu sagði Frederiksen að þetta væri ofbeldisverk gagnvart íbúum, nágrönnum og starfsfólki Skattstofunnar, hvers vinnustaður hefði verið lagður í rúst. Sprengingin væri árás á öryggiskennd þjóðarinnar.Eins og sést á ljósmyndinni stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/ap„Þetta var indælt og hlýtt sumarkvöld og margir á ferli,“ sagði Frederiksen sem benti á að sá sem framdi glæpinn hefði stefnt lífi tugi manna í hættu því í næsta húsi var lest á leiðinni og raunar réttókomin. Grimmdarverk á borð við þetta græfu undan öryggiskennd þjóðarinnar. Frederiksen tók mið af orðum dönsku lögreglunnar og benti á að of snemmt væri að segja til um tilefni árásarinnar en engu að síður væri ljóst að glæpurinn hefði verið framinn af ásettu ráði. Eftirlit með opinberum byggingum í Kaupmannahöfn hefur verið hert og lögreglunni veittur liðsauki til að takast á við verkefnið. Stórt svæði hefur verið girt af og fjölmennt lið lögreglu og sprengjusérfræðinga voru að störfum í alla nótt. Lögreglan kallaði eftir ábendingum almenningi í morgun og bað fólk um að hafa samband ef það teldi sig búa yfir upplýsingum. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar en glerbrot frá brotnum rúðum liggja á víð og dreif um sprengjuvettvang. Íbúar í nærliggjandi húsum Austurbrúar hrukku í kút við hvellinn og lýstu því hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að það væri hreint kraftaverk að enginn hafi slasast alvarlega þegar sprenging varð á aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar á ellefta tímanum í gær. Hún sagðist skilja vel að danska þjóðin væri hrædd. Aðeins tveir starfsmenn voru inni í byggingunni þegar sprengjan varð en hvorugan sakaði. Einn varð fyrir braki og leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar.Sjá nánar: Sprengin við dönsku Skattstofuna Frederiksen sagði að um alvarlegan glæp væri að ræða og kraftmikla sprengingu. Lögregluyfirvöld sögðu á blaðamannafundi í morgun að sprengingin væri viljaverk og að yfirvöld litu málið alvarlegum augum. Þetta væri árás af ásettu ráði.Á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu sagði Frederiksen að þetta væri ofbeldisverk gagnvart íbúum, nágrönnum og starfsfólki Skattstofunnar, hvers vinnustaður hefði verið lagður í rúst. Sprengingin væri árás á öryggiskennd þjóðarinnar.Eins og sést á ljósmyndinni stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/ap„Þetta var indælt og hlýtt sumarkvöld og margir á ferli,“ sagði Frederiksen sem benti á að sá sem framdi glæpinn hefði stefnt lífi tugi manna í hættu því í næsta húsi var lest á leiðinni og raunar réttókomin. Grimmdarverk á borð við þetta græfu undan öryggiskennd þjóðarinnar. Frederiksen tók mið af orðum dönsku lögreglunnar og benti á að of snemmt væri að segja til um tilefni árásarinnar en engu að síður væri ljóst að glæpurinn hefði verið framinn af ásettu ráði. Eftirlit með opinberum byggingum í Kaupmannahöfn hefur verið hert og lögreglunni veittur liðsauki til að takast á við verkefnið. Stórt svæði hefur verið girt af og fjölmennt lið lögreglu og sprengjusérfræðinga voru að störfum í alla nótt. Lögreglan kallaði eftir ábendingum almenningi í morgun og bað fólk um að hafa samband ef það teldi sig búa yfir upplýsingum. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar en glerbrot frá brotnum rúðum liggja á víð og dreif um sprengjuvettvang. Íbúar í nærliggjandi húsum Austurbrúar hrukku í kút við hvellinn og lýstu því hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01