Uppsögn Kristins nauðsynleg til að vernda hagsmuni HR Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 14:42 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. Vísir/Jóik Háskólanum í Reykjavík var frjálst að segja Kristni Sigurjónssyni upp störfum sem lektor vegna ummæla sem hann lét falla um kvenfólk á lokaðri Facebook-grúppu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR en Kristinn sakaði HR um ólögmæta uppsögn og vildi fá 56 milljónir króna í bætur frá skólanum.Dóminn í heild má lesa hér. Kristinn vildi meina að hann hefði átt að njóta réttinda opinberra starfsmanna þó svo að Háskólinn í Reykjavík sé einkarekinn. Dómurinn féllst ekki á það en Kristinn vildi meina að hann hefði notið þeirra réttinda eftir að Tækniskólinn, sem hann kenndi hjá, sameinaðist HR. Dómurinn fór yfir bréf sem Kristinn fékk þegar hann tók til starfa og var það mat dómsins að Kristni hefði ekki geta dulist að efni bréfsins hefði verið á þá leið að þar væri verið að bjóða honum nýtt starf hjá fyrirtæki sem væri á einkaréttarlegum grunni. Í málinu vísaði Kristinn til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla, sem undirrituð var af öllum rektorum háskóla landsins árið 2005, sem á að vernda tjáningarfrelsi háskólakennara. Dómurinn tók fram að yfirlýsingin fjalli um akademískt frelsi í háskólum og eigi ekki við um þá tjáningu sem um var deilt í máli Kristins og HR. Um greiðslu miskabóta benti dómurinn á að Kristinn hefði notið greiðslu launa á uppsagnarfresti. Hann hefði ekki geta sýnt fram á frekara fjártjón vegna uppsagnarinnar sem Háskólinn hefði valdið.Uppsögnin takmarkaði tjáningarfrelsi Dómurinn var þó sammála því að ákvörðun Háskólans í Reykjavík hefði takmarkað tjáningarfrelsi Kristins samkvæmt stjórnarskrá. Dómurinn benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt og geti sætt takmörkunum. Taldi dómurinn að Kristinn hefði mátt vanda hvernig hann nyti tjáningarfrelsi sitt, hvort heldur sem innan starfs eða utan, og átti að teljast fullljóst að ummælin sem hann lét falla færu gegn þeim gildum jafnréttis sem HR starfaði eftir. Var það álit dómsins að HR hefði sýnt nægjanlega fram á að uppsögn Kristins hafi verið nauðsynleg til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafn HR og hluthafa hans sem starfsfólks skólans og nemenda, og að vægari úrræði, svo sem áminning, hafi vart verið tæk, sér í lagi í ljósi viðbragða Kristins við aðfinnslum stjórnenda á fundi í október í fyrra.Að neðan má sjá svipmyndir úr dómsal í dag.Góðlátlegt grín Kristinn benti á að ósamræmi væri fólgið í því að honum væri sagt upp störfum fyrir ummæli sín á sama tíma og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR, hefði tekið þátt í neikvæðri umræðu um karlmenn á samfélagsmiðli. Sigríður sagðist fyrir dómi kannast við að hafa tekið þátt í umræðu í hópnum Karlar gera merkilega hluti, sem Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um. Lýsti hún þátttöku sinni í hópnum sem góðlátlegu gríni. Engar upplýsingar komu fram í málinu varðandi hvort þátttaka Sigríðar Elínar í umræðu á samfélagsmiðli hefði leitt til viðbragða af hálfu HR, henni hefði í það minnsta ekki verið sagt upp. Þá væri það Kristins að sýna fram á að ummæli hans og þátttaka mannauðsstjórans væru nægjanlega samanburðarhæf og viðbrögð HR við þeim allskostar ólík. Það hefði ekki verði gert. „Hegða sér eins og kerlingar“ Þá taldi dómurinn að uppsögnin teljist Kristni óhóflega þungbær, að því gættu að uppsagnarfrestur hans var virtur til hlítar. Var Háskólinn í Reykjavík sýknaður af öllum kröfum Kristins og féll málskostnaður milli aðila niður. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn. Dómsmál Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Háskólanum í Reykjavík var frjálst að segja Kristni Sigurjónssyni upp störfum sem lektor vegna ummæla sem hann lét falla um kvenfólk á lokaðri Facebook-grúppu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR en Kristinn sakaði HR um ólögmæta uppsögn og vildi fá 56 milljónir króna í bætur frá skólanum.Dóminn í heild má lesa hér. Kristinn vildi meina að hann hefði átt að njóta réttinda opinberra starfsmanna þó svo að Háskólinn í Reykjavík sé einkarekinn. Dómurinn féllst ekki á það en Kristinn vildi meina að hann hefði notið þeirra réttinda eftir að Tækniskólinn, sem hann kenndi hjá, sameinaðist HR. Dómurinn fór yfir bréf sem Kristinn fékk þegar hann tók til starfa og var það mat dómsins að Kristni hefði ekki geta dulist að efni bréfsins hefði verið á þá leið að þar væri verið að bjóða honum nýtt starf hjá fyrirtæki sem væri á einkaréttarlegum grunni. Í málinu vísaði Kristinn til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla, sem undirrituð var af öllum rektorum háskóla landsins árið 2005, sem á að vernda tjáningarfrelsi háskólakennara. Dómurinn tók fram að yfirlýsingin fjalli um akademískt frelsi í háskólum og eigi ekki við um þá tjáningu sem um var deilt í máli Kristins og HR. Um greiðslu miskabóta benti dómurinn á að Kristinn hefði notið greiðslu launa á uppsagnarfresti. Hann hefði ekki geta sýnt fram á frekara fjártjón vegna uppsagnarinnar sem Háskólinn hefði valdið.Uppsögnin takmarkaði tjáningarfrelsi Dómurinn var þó sammála því að ákvörðun Háskólans í Reykjavík hefði takmarkað tjáningarfrelsi Kristins samkvæmt stjórnarskrá. Dómurinn benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt og geti sætt takmörkunum. Taldi dómurinn að Kristinn hefði mátt vanda hvernig hann nyti tjáningarfrelsi sitt, hvort heldur sem innan starfs eða utan, og átti að teljast fullljóst að ummælin sem hann lét falla færu gegn þeim gildum jafnréttis sem HR starfaði eftir. Var það álit dómsins að HR hefði sýnt nægjanlega fram á að uppsögn Kristins hafi verið nauðsynleg til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafn HR og hluthafa hans sem starfsfólks skólans og nemenda, og að vægari úrræði, svo sem áminning, hafi vart verið tæk, sér í lagi í ljósi viðbragða Kristins við aðfinnslum stjórnenda á fundi í október í fyrra.Að neðan má sjá svipmyndir úr dómsal í dag.Góðlátlegt grín Kristinn benti á að ósamræmi væri fólgið í því að honum væri sagt upp störfum fyrir ummæli sín á sama tíma og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR, hefði tekið þátt í neikvæðri umræðu um karlmenn á samfélagsmiðli. Sigríður sagðist fyrir dómi kannast við að hafa tekið þátt í umræðu í hópnum Karlar gera merkilega hluti, sem Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um. Lýsti hún þátttöku sinni í hópnum sem góðlátlegu gríni. Engar upplýsingar komu fram í málinu varðandi hvort þátttaka Sigríðar Elínar í umræðu á samfélagsmiðli hefði leitt til viðbragða af hálfu HR, henni hefði í það minnsta ekki verið sagt upp. Þá væri það Kristins að sýna fram á að ummæli hans og þátttaka mannauðsstjórans væru nægjanlega samanburðarhæf og viðbrögð HR við þeim allskostar ólík. Það hefði ekki verði gert. „Hegða sér eins og kerlingar“ Þá taldi dómurinn að uppsögnin teljist Kristni óhóflega þungbær, að því gættu að uppsagnarfrestur hans var virtur til hlítar. Var Háskólinn í Reykjavík sýknaður af öllum kröfum Kristins og féll málskostnaður milli aðila niður. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn.
Dómsmál Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira