Óli Stefán: Stóð ekki steinn yfir steini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 21:09 Óla Stefáni var ekki skemmt eftir leikinn gegn Breiðabliki. vísir/bára Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. KA-menn töpuðu, 4-0, og eru enn í fallsæti. „Ég er gríðarlega svekktur og óánægður með hvernig mínir menn mættu til leiks. Það kom mér svolítið á óvart, miðað við hvernig undirbúningurinn var, að það hafi ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem við gerðum,“ sagði Óli Stefán við Vísi eftir leik. „Ég hef oft sagt við þessa stráka að þeir séu góðir í fótbolta. Það er engin spurning. En þegar hugarfarið er ekki rétt og þú vinnur ekki grunnvinnuna verður þetta erfitt. Það vantaði allan vilja og við gerðum þetta nokkuð þægilegt fyrir Blika. Ég tek samt ekkert af þeim. Þeir voru mjög flottir í leiknum.“ KA var 2-0 undir í hálfleik. Óli Stefán segist hvaða hvatt sína menn til að færa sig framar í seinni hálfleik. Þeir gerðu það en sóknir KA voru frekar máttlitlar. „Við ákváðum að fara framar og standa nær þeim. Í fyrri hálfleik settum við enga pressu á þá og þeir gátu gert það sem þeir vildu. En þegar líða tók á seinni hálfleik fannst mér við gera þeim erfiðara fyrir. Ég breytti líka um leikaðferð, fór í fjögurra manna vörn, og þá fannst mér við ógna þeim. Það hefði breytt miklu ef við hefðum minnkað muninn í 2-1 en í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Óli Stefán. Hann vonast til að lægðin verði ekki djúp og hans menn nái sér fljótt á strik á ný. „Þetta eru þrjú töpuð stig. Við töpuðum illa í kvöld og vorum ekki góðir. En sem betur fer er stutt í næsta leik þar sem við getum gírað okkar upp og svarað fyrir okkur. Við þurfum að slá hvorn annan svolítið fast í andlitið núna og sjá til þess að við vinnum grunnvinnuna í næsta leik,“ sagði Óli Stefán. Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir að Breiðablik komst í 1-0. Hann lenti í samstuði og var illa haldinn. „Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán. „Hann fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. KA-menn töpuðu, 4-0, og eru enn í fallsæti. „Ég er gríðarlega svekktur og óánægður með hvernig mínir menn mættu til leiks. Það kom mér svolítið á óvart, miðað við hvernig undirbúningurinn var, að það hafi ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem við gerðum,“ sagði Óli Stefán við Vísi eftir leik. „Ég hef oft sagt við þessa stráka að þeir séu góðir í fótbolta. Það er engin spurning. En þegar hugarfarið er ekki rétt og þú vinnur ekki grunnvinnuna verður þetta erfitt. Það vantaði allan vilja og við gerðum þetta nokkuð þægilegt fyrir Blika. Ég tek samt ekkert af þeim. Þeir voru mjög flottir í leiknum.“ KA var 2-0 undir í hálfleik. Óli Stefán segist hvaða hvatt sína menn til að færa sig framar í seinni hálfleik. Þeir gerðu það en sóknir KA voru frekar máttlitlar. „Við ákváðum að fara framar og standa nær þeim. Í fyrri hálfleik settum við enga pressu á þá og þeir gátu gert það sem þeir vildu. En þegar líða tók á seinni hálfleik fannst mér við gera þeim erfiðara fyrir. Ég breytti líka um leikaðferð, fór í fjögurra manna vörn, og þá fannst mér við ógna þeim. Það hefði breytt miklu ef við hefðum minnkað muninn í 2-1 en í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Óli Stefán. Hann vonast til að lægðin verði ekki djúp og hans menn nái sér fljótt á strik á ný. „Þetta eru þrjú töpuð stig. Við töpuðum illa í kvöld og vorum ekki góðir. En sem betur fer er stutt í næsta leik þar sem við getum gírað okkar upp og svarað fyrir okkur. Við þurfum að slá hvorn annan svolítið fast í andlitið núna og sjá til þess að við vinnum grunnvinnuna í næsta leik,“ sagði Óli Stefán. Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir að Breiðablik komst í 1-0. Hann lenti í samstuði og var illa haldinn. „Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán. „Hann fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann