Áfallaþykkni Kolbeinn Marteinsson skrifar 8. ágúst 2019 07:45 Haustið 1995 flutti ég aftur í foreldrahús í nokkra mánuði eftir þvæling erlendis. Ég vann þennan veturinn eins og skepna til að borga skuldir og halda á ný út. Eitt hádegið fór ég í mat heim í Kópavoginn. Þar var enginn friður og mér lenti eitthvað saman við móður mína og úr varð að ég rauk út og ákvað að bíða félaga míns í Hamraborginni. Þar var skítkalt og því var ráðið að bíða í verslun Nóatúns. Þar var búið að stafla upp mannhæðarháum píramída af Sunquick-appelsínuþykkni sem væntanlega var á einhvers konar tilboði. Til að gera þessa sögu enn verri var hver flaska af þykkni inni í glerkönnu. Næsta sem gerðist var að ég gekk beint inn í appelsínuþykknispíramídann utangátta. Fyrst riðlaðist hann til á meðan ég reyndi að afstýra stórslysi og svo byrjuðu flöskurnar innan í könnunum að hrynja niður og pýramídinn féll í gólfið með háværum brothljóðum. Allt gerðist þetta óvenjuhægt fyrir augum mínum líkt og í draumi. Næst heyrði ég einhvern segja: „Já, hann gekk bara beint á þetta eins og hann væri á einhverjum lyfjum.“ Upp gaus stæk appelsínulykt úr sístækkandi sírópspolli, síhækkandi hróp og köll og fólk fór að drífa að. Við þessar aðstæður stóð ég sem lamaður og mér var heitt í framan. Við svona aðstæður er tvennt í stöðunni. Bjóða fram aðstoð eða flýja. Ég valdi seinni kostinn. Þetta hafði langvarandi afleiðingar. Ég fór ekki í verslun Nóatúns í Hamraborg í mörg ár á eftir. Og enn þann dag í dag þegar ég finn lykt af appelsínuþykkni upplifi ég aftur þessa lamandi skelfingu og heyri flöskur brotna í höfði mínu. Starfsfólk Nóatúns í Hamraborg árið 1995 bið ég afsökunar, 24 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Haustið 1995 flutti ég aftur í foreldrahús í nokkra mánuði eftir þvæling erlendis. Ég vann þennan veturinn eins og skepna til að borga skuldir og halda á ný út. Eitt hádegið fór ég í mat heim í Kópavoginn. Þar var enginn friður og mér lenti eitthvað saman við móður mína og úr varð að ég rauk út og ákvað að bíða félaga míns í Hamraborginni. Þar var skítkalt og því var ráðið að bíða í verslun Nóatúns. Þar var búið að stafla upp mannhæðarháum píramída af Sunquick-appelsínuþykkni sem væntanlega var á einhvers konar tilboði. Til að gera þessa sögu enn verri var hver flaska af þykkni inni í glerkönnu. Næsta sem gerðist var að ég gekk beint inn í appelsínuþykknispíramídann utangátta. Fyrst riðlaðist hann til á meðan ég reyndi að afstýra stórslysi og svo byrjuðu flöskurnar innan í könnunum að hrynja niður og pýramídinn féll í gólfið með háværum brothljóðum. Allt gerðist þetta óvenjuhægt fyrir augum mínum líkt og í draumi. Næst heyrði ég einhvern segja: „Já, hann gekk bara beint á þetta eins og hann væri á einhverjum lyfjum.“ Upp gaus stæk appelsínulykt úr sístækkandi sírópspolli, síhækkandi hróp og köll og fólk fór að drífa að. Við þessar aðstæður stóð ég sem lamaður og mér var heitt í framan. Við svona aðstæður er tvennt í stöðunni. Bjóða fram aðstoð eða flýja. Ég valdi seinni kostinn. Þetta hafði langvarandi afleiðingar. Ég fór ekki í verslun Nóatúns í Hamraborg í mörg ár á eftir. Og enn þann dag í dag þegar ég finn lykt af appelsínuþykkni upplifi ég aftur þessa lamandi skelfingu og heyri flöskur brotna í höfði mínu. Starfsfólk Nóatúns í Hamraborg árið 1995 bið ég afsökunar, 24 árum síðar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar