Herskáir risamaurar væntanlegir til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2019 10:50 Dinoponera-maur af undirtegundinni australis. Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira