Guðjón Valur fertugur í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2019 14:00 Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, fremstur í hraðaupphlaupi. vísir/anton Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður Paris Saint-Germain, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Guðjón Valur hefur átt langan og glæsilegan feril sem spannar næstum því aldarfjórðung. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu í 20 ár og farið með því á 21 stórmót. HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs var fyrsta stórmótið sem Guðjón Valur missir af síðan hann kom inn í landsliðið árið 1999. Hann hefur verið fyrirliði þess síðan 2012. Guðjón Valur var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. Hann var einnig í íslenska liðinu sem lenti í 4. sæti á EM 2002, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 og EM 2014 og 6. sæti á HM 2011.Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelmHann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann sló met Ungverjands Péters Kovács í ársbyrjun 2018. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og næstleikjahæstur í sögu þess á eftir Guðmundi Hrafnkelssyni. Guðjón Valur var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005-06 með 263 mörk og markahæstur á HM í Þýskalandi 2007 með 66 mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2008 og EM 2012 og 2014. Þá var Guðjón Valur kjörinn Íþróttamaður ársins 2006.Guðjón Valur hóf ferilinn með Gróttu.Eftir að hafa leikið með Gróttu og KA hér á landi hélt Guðjón Valur út í atvinnumennsku 2001 og samdi við Essen. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn með liðinu 2005. Hann lék með Gummersbach 2005-08 og svo með Rhein-Neckar Löwen í þrjú ár (2008-11). Hornamaðurinn hraðskreiði lék með AG København tímabilið 2011-12. Hann varð tvöfaldur meistari með danska ofurliðinu sem komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2012-14. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Þá fór Kiel alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg.Guðjón Valur varð Evrópumeistari með Barcelona 2015.vísir/gettySumarið 2014 færði Guðjón Valur sig yfir til Spánar og lék með Barcelona í tvö ár. Bæði árin varð hann tvöfaldur meistari og 2015 vann hann loksins Meistaradeildina. Barcelona bar þá sigurorð af Veszprém , 28-23, og skoraði Guðjón Valur sex mörk í úrslitaleiknum. Guðjón Valur sneri aftur til Löwen 2016 og varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2017-18 urðu Ljónin svo bikarmeistarar. Í lok janúar á þessu ári skrifaði Guðjón Valur, þá 39 ára, svo undir samning við PSG þar sem hann mun fylla skarð Uwe Gensheimer sem fór aftur til Löwen. Í haust hefst því nýr og spennandi kafli á einstökum ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar.Guðjón Valur á æfingu með nýja liðinu sínu, PSG.vísir/getty Franski handboltinn Handbolti Tímamót Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður Paris Saint-Germain, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Guðjón Valur hefur átt langan og glæsilegan feril sem spannar næstum því aldarfjórðung. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu í 20 ár og farið með því á 21 stórmót. HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs var fyrsta stórmótið sem Guðjón Valur missir af síðan hann kom inn í landsliðið árið 1999. Hann hefur verið fyrirliði þess síðan 2012. Guðjón Valur var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. Hann var einnig í íslenska liðinu sem lenti í 4. sæti á EM 2002, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 og EM 2014 og 6. sæti á HM 2011.Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelmHann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann sló met Ungverjands Péters Kovács í ársbyrjun 2018. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og næstleikjahæstur í sögu þess á eftir Guðmundi Hrafnkelssyni. Guðjón Valur var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005-06 með 263 mörk og markahæstur á HM í Þýskalandi 2007 með 66 mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2008 og EM 2012 og 2014. Þá var Guðjón Valur kjörinn Íþróttamaður ársins 2006.Guðjón Valur hóf ferilinn með Gróttu.Eftir að hafa leikið með Gróttu og KA hér á landi hélt Guðjón Valur út í atvinnumennsku 2001 og samdi við Essen. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn með liðinu 2005. Hann lék með Gummersbach 2005-08 og svo með Rhein-Neckar Löwen í þrjú ár (2008-11). Hornamaðurinn hraðskreiði lék með AG København tímabilið 2011-12. Hann varð tvöfaldur meistari með danska ofurliðinu sem komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2012-14. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Þá fór Kiel alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg.Guðjón Valur varð Evrópumeistari með Barcelona 2015.vísir/gettySumarið 2014 færði Guðjón Valur sig yfir til Spánar og lék með Barcelona í tvö ár. Bæði árin varð hann tvöfaldur meistari og 2015 vann hann loksins Meistaradeildina. Barcelona bar þá sigurorð af Veszprém , 28-23, og skoraði Guðjón Valur sex mörk í úrslitaleiknum. Guðjón Valur sneri aftur til Löwen 2016 og varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2017-18 urðu Ljónin svo bikarmeistarar. Í lok janúar á þessu ári skrifaði Guðjón Valur, þá 39 ára, svo undir samning við PSG þar sem hann mun fylla skarð Uwe Gensheimer sem fór aftur til Löwen. Í haust hefst því nýr og spennandi kafli á einstökum ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar.Guðjón Valur á æfingu með nýja liðinu sínu, PSG.vísir/getty
Franski handboltinn Handbolti Tímamót Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira