Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. ágúst 2019 19:30 Sumir hafa miklar þörf fyrir að skilgreina sig og kynhneigð sína meðan aðrir kjósa að gera það ekki. Mikilvægt er að fólk hlusti á það sem því finnst henta sjálfum sér og miða sig ekki við aðra hvað þetta varðar. Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk. Þeir sem tilheyra þessum hópi hafa mjög mismunandi þörf fyrir að skilgreina sig og kynhneigð sína en skilgreiningum og orðum til að lýsa mismunandi kynhneigðum hefur fjölgjað mikið síðustu ár. Á vefsíðunni frá Ö til A, sem var stofnuð af þeim Auði Magndísi Auðardóttur og Írisi Ellenberger, er hægt að finna lista yfir helstu flokkanir á kynhneigðum fólks ásamt skilgreininingum. Tekið er sérstaklega fram á síðunni að tilgangurinn með þessum flokkunum sé ekki einhvern heilagur sannleikur og að það orð sem fólk kjósi sjálft að nota yfir sjálfmyndina sína hverju sinni sé alltaf það rétta. Sumir gætu spurt sig að því afhverju við þurfum öll þessi ólíku orð og skilgreiningar til að geta rætt um tilfinningar upplifanir? Afhverju er fólk ekki bara fólk og ást ást? Staðreyndin er hinsvegar sú að hinsegin fólk verður enn fyrir ýmiss konar fordómum og ef ekki eru til orð yfir það að vera til dæmis trans eða kynsegin væri enn erfiðara fyrir fólk að ræða reynslu sína og upplifanir. Hér fyrir neðan er hægt að sjá lista yfir kynhneigðir og skilgreiningar sem eru algengastar í dag samkvæmt síðunni Ö-A. Athugið að tekið er fram á síðu Ö-A að þessi listi er ekki tæmandi. GETTYGagnkynhneigð (Heterosexuality): Að vera gagnkynhneigður er ekki það að vera hinsegin heldur einn flokkur kynhneigðar. Það að laðast að því kyni sem menningin okkar skilgreinir sem „gagnstætt“ þínu eigin kyni. Karl sem laðast einkum að konum eða kona sem laðast einkum að körlum. Takið eftir að orðið er litað af kynjatvíhyggju, það liggur í orðsins hljóðan að kynin séu tvö og þau séu gagnstæð hvort öðru.Tvíkynhneigð (Bisexuality): Að laðast að tveimur kynjum. Hugtakið á oftast við um fólk sem laðast að konum og körlum en getur einnig átt við um til dæmis karla sem laðast bæði að konum og trans fólki utan kynjatvíhyggjunnar. Algengur misskilningur varðandi tvíkynhneigð er að tvíkynhneigt fólk hrífist nákvæmlega jafn mikið af konum og körlum. Vissulega getur það verið raunin en margt tvíkynhneigt fólk hrífst oftar, og jafnvel aðallega, að annaðhvort konum eða körlum en er samt tvíkynhneigt.Samkynhneigð (Homosexuality): Manneskja sem laðast að fólki sem er af sama kyni og hún sjálf tilheyrir. Hommi er samkynhneigður karlmaður og lesbía er samkynhneigð kona. Pankynhneigð - Persónuhrifning (Pansexuality): Pankynhneigð manneskja hrífst af fólki af öllum kynjum, konum, körlum og fólki af öðrum kynjum. Það þýðir þó ekki endilega að pankynhneigðir hrífist jafn mikið af öllu fólki. Pankynhneigt fólk getur haft sterkari tilhneigingu til að hrífast af fólki af tilteknu kyni fremur en öðru. Sumir kjósa að skilgreina pankynhneigð sem svo að fólk hrífist af persónuleika fólks óháð kyni. Til marks um það er pankynhneigð stundum kölluð persónuhrifning. Aðrir tengja ekki við þá skilgreiningu og segja kynið vissulega skipta sig máli þótt þeir hafi þann hæfileika að geta hrifist af öllum kynjum.Fjölkynhneigð (Polysexuality): Hugtakið fjölkynhneigð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar merkir það að laðast að fólki af fleiri en tveimur kynjum en þó ekki fólki af öllum kynjum eins og pankynhneigt fólk gerir. Hins vegar er það notað sem regnhlífarhugtak yfir þær hneigðir sem vísa til þess að fólk hrífist af manneskjum af fleiri en einu kyni. Tvíkynhneigð er þannig dæmi um fjölkynhneigð.Karlkynhneigð (Androsexuality): Karlkynhneigð er notað yfir það að hrífast einkum að körlum eða fólki sem samfélagið álítur karlmannlegt. Konur sem hrífast af körlum eru því karlkynhneigðar, þó mun algengara sé að þær séu sagðar gagnkynhneigðar. Karlar og kynsegin fólk sem hrífst af körlum eða „karlmannlegum“ eiginleikum er líka karlkynhneigt. Þetta orð felur ekki í sér þá ályktun að kynin séu tvö og gagnstæð og hampar því ekki kynjatvíhyggjunni á sama hátt og orðið gagnkynhneigð gerir.Kvenkynhneigð (Gynosexuality): Kvenkynhneigð manneskja laðast einkum að konum eða fólki sem samfélagið álítur kvenlegt. Karlar sem oftast eru nefndir gagnkynhneigðir eru því í raun líka kvenkynhneigðir. Það sama gildir um lesbíur og kynsegin fólk sem hrífst af konum eða „kvenlegu“ fólki. Þetta orð felur ekki í sér þá ályktun að kynin séu tvö og gagnstæð á sama hátt orðið gagnkynhneigð gerir.Einkynhneigð (Monosexuality): Regnhlífarhugtak yfir þær hneigðir sem vísa til þess að fólk hrífist aðeins af manneskjum af einu tilteknu kyni. Gagnkynhneigð er dæmi um einkynhneigð.Kynseginhneigð (Ceterosexuality): Að hrífast einkum af kynsegin fólki. Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins. (Og er því einnig trans) Athugið að hér er ekki verið að vísa til líffræðilegra kyneinkenna fólks heldur kynvitundar, þ.e.a.s. upplifunar fólks af kyni sínu. BDSM (BDSM): Mörkin milli kinks og kynhneigðar eru stundum óljós. Þegar fólk talar um kink er yfirleitt átt við kynferðislegan smekk sem fellur ekki að normum samfélagsins. Margt fólk sem tilheyrir BDSM-samfélögum lítur á BDSM sem sína kynhneigð á meðan aðrir líta fremur á það sem lífsstíl eða áhugamál.Sveigjanleg kynhneigð (Heteroflexibility/homoflexibility): Þegar fólk skilgreinir kynhneigð sína á einn hátt en er opið fyrir annars konar kynhneigðum. Fólk sem skilgreinir sig sem gagnkynhneigt en er opið fyrir annars konar kynhneigðum er kallað heteroflexible, eða sveigjanlega gagnkynhneigt. Fólk sem skilgreinir sig sem samkynhneigt en er opið fyrir annars konar kynhneigðum er kallað homoflexible, eða sveigjanlega samkynhneigt.Eikynhneigð (Asexuality):Hugtakið vísar til þess að laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Sumt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt en hefur ekki áhuga á að fullnægja henni með öðru fólki. Annað eikynhneigt fólk hefur litla eða enga kynhvöt. Sumt eikynhneigt fólk hefur eingöngu áhuga á rómantískum samböndum og/eða ókynferðislegri snertingu (til dæmis faðmlögum og kúri) með öðru fólki. Fólk sem hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum telst eirómantískt.Grá eikynhneigð (Greysexual/greyasexual): Munurinn á grá eikynhneigðum og eikynhneigðum manneskjum er sá að þau sem eru eikynhneigð upplifa almennt enga kynferðislega aðlöðun eða þörf til að svala henni. Þau sem eru grá eikynhneigð finna fyrir kynferðislegri aðlöðun en hún er það lítil að þau finna sig ekki innan annarra kynhneigða á borð við gagnkynhneigð eða samkynhneigð. Eða þá að þau finna fyrir kynferðislegri aðlöðun og hafa þörf fyrir að svala henni en eingöngu undir mjög sértækum kringumstæðum.Rómantísk hrifning (Romantic attraction): Sumir vilja greina á milli kynferðislegrar og rómantískrar hrifningar. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir fólk sem skilgreinir sig sem eikynhneigt svo það geti lýst því hvort það kjósi að stofna til sambanda með öðru fólki og þá með hverjum. Kona sem er eikynhneigð og homoromantic hrífst þannig ekki kynferðislega af öðru fólki en hrífst á rómantískan hátt af konum og tekur þátt í rómantísku atferli með þeim, til dæmis leiðir þær eða er í föstu sambandi með þeim. Biromantic lýsir því að hafa áhuga á rómantísku sambandi með fólki af tveimur kynum, heteroromantic með fólki af „gagnstæðu“ kyni, homoromantic með fólki af sama kyni, panromantic með fólki af öllum kynjum. Aromantic fólk hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum. Ef þú ert í vafa með kynhneigð þína og langar að fá ráðleggingar þá bjóða Samtökin 78 upp á ókeypis ráðgjöf og eru allir ráðgjafar á vegum Samtakana fagmenntaðir á sínu sviði og hafa víðtæka reynslu af hinsegin málum. Á veraldarvefnum má einnig finna allskyns próf og fyrir þá sem vilja til gamans taka kynhneigðarpróf á netninu þá er hægt að taka eitt slíkt próf HÉR. Ástin og lífið Hinsegin Tengdar fréttir Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Antoine Hrannar Fons er 35 ára leiklistamenntaður flugþjónn. Antoine byrjaði að vinna hjá Icelandair árið 2014 og segir hann starfið vera ennþá jafn skemmtilegt og gefandi eins og þegar hann byrjaði. 7. ágúst 2019 20:45 Karlmenn miklu líklegri til að bera upp bónorðið Makamál gerðu nýverið könnun þar sem sóst var eftir áliti og skoðunum fólks á því hvor aðilinn ætti að bera upp bónorðið í gagnkynhneigðum samböndum. Svarmöguleikarnir voru: karlinn, konan og eða skiptir ekki máli. Niðurstaðan var sú að yfir 60% fólks sagði það ekki skipta máli hvor aðilinn það væri. En er hefðin búin að breytast í takt við breytt hugarfar? 6. ágúst 2019 20:00 Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru. 7. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk. Þeir sem tilheyra þessum hópi hafa mjög mismunandi þörf fyrir að skilgreina sig og kynhneigð sína en skilgreiningum og orðum til að lýsa mismunandi kynhneigðum hefur fjölgjað mikið síðustu ár. Á vefsíðunni frá Ö til A, sem var stofnuð af þeim Auði Magndísi Auðardóttur og Írisi Ellenberger, er hægt að finna lista yfir helstu flokkanir á kynhneigðum fólks ásamt skilgreininingum. Tekið er sérstaklega fram á síðunni að tilgangurinn með þessum flokkunum sé ekki einhvern heilagur sannleikur og að það orð sem fólk kjósi sjálft að nota yfir sjálfmyndina sína hverju sinni sé alltaf það rétta. Sumir gætu spurt sig að því afhverju við þurfum öll þessi ólíku orð og skilgreiningar til að geta rætt um tilfinningar upplifanir? Afhverju er fólk ekki bara fólk og ást ást? Staðreyndin er hinsvegar sú að hinsegin fólk verður enn fyrir ýmiss konar fordómum og ef ekki eru til orð yfir það að vera til dæmis trans eða kynsegin væri enn erfiðara fyrir fólk að ræða reynslu sína og upplifanir. Hér fyrir neðan er hægt að sjá lista yfir kynhneigðir og skilgreiningar sem eru algengastar í dag samkvæmt síðunni Ö-A. Athugið að tekið er fram á síðu Ö-A að þessi listi er ekki tæmandi. GETTYGagnkynhneigð (Heterosexuality): Að vera gagnkynhneigður er ekki það að vera hinsegin heldur einn flokkur kynhneigðar. Það að laðast að því kyni sem menningin okkar skilgreinir sem „gagnstætt“ þínu eigin kyni. Karl sem laðast einkum að konum eða kona sem laðast einkum að körlum. Takið eftir að orðið er litað af kynjatvíhyggju, það liggur í orðsins hljóðan að kynin séu tvö og þau séu gagnstæð hvort öðru.Tvíkynhneigð (Bisexuality): Að laðast að tveimur kynjum. Hugtakið á oftast við um fólk sem laðast að konum og körlum en getur einnig átt við um til dæmis karla sem laðast bæði að konum og trans fólki utan kynjatvíhyggjunnar. Algengur misskilningur varðandi tvíkynhneigð er að tvíkynhneigt fólk hrífist nákvæmlega jafn mikið af konum og körlum. Vissulega getur það verið raunin en margt tvíkynhneigt fólk hrífst oftar, og jafnvel aðallega, að annaðhvort konum eða körlum en er samt tvíkynhneigt.Samkynhneigð (Homosexuality): Manneskja sem laðast að fólki sem er af sama kyni og hún sjálf tilheyrir. Hommi er samkynhneigður karlmaður og lesbía er samkynhneigð kona. Pankynhneigð - Persónuhrifning (Pansexuality): Pankynhneigð manneskja hrífst af fólki af öllum kynjum, konum, körlum og fólki af öðrum kynjum. Það þýðir þó ekki endilega að pankynhneigðir hrífist jafn mikið af öllu fólki. Pankynhneigt fólk getur haft sterkari tilhneigingu til að hrífast af fólki af tilteknu kyni fremur en öðru. Sumir kjósa að skilgreina pankynhneigð sem svo að fólk hrífist af persónuleika fólks óháð kyni. Til marks um það er pankynhneigð stundum kölluð persónuhrifning. Aðrir tengja ekki við þá skilgreiningu og segja kynið vissulega skipta sig máli þótt þeir hafi þann hæfileika að geta hrifist af öllum kynjum.Fjölkynhneigð (Polysexuality): Hugtakið fjölkynhneigð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar merkir það að laðast að fólki af fleiri en tveimur kynjum en þó ekki fólki af öllum kynjum eins og pankynhneigt fólk gerir. Hins vegar er það notað sem regnhlífarhugtak yfir þær hneigðir sem vísa til þess að fólk hrífist af manneskjum af fleiri en einu kyni. Tvíkynhneigð er þannig dæmi um fjölkynhneigð.Karlkynhneigð (Androsexuality): Karlkynhneigð er notað yfir það að hrífast einkum að körlum eða fólki sem samfélagið álítur karlmannlegt. Konur sem hrífast af körlum eru því karlkynhneigðar, þó mun algengara sé að þær séu sagðar gagnkynhneigðar. Karlar og kynsegin fólk sem hrífst af körlum eða „karlmannlegum“ eiginleikum er líka karlkynhneigt. Þetta orð felur ekki í sér þá ályktun að kynin séu tvö og gagnstæð og hampar því ekki kynjatvíhyggjunni á sama hátt og orðið gagnkynhneigð gerir.Kvenkynhneigð (Gynosexuality): Kvenkynhneigð manneskja laðast einkum að konum eða fólki sem samfélagið álítur kvenlegt. Karlar sem oftast eru nefndir gagnkynhneigðir eru því í raun líka kvenkynhneigðir. Það sama gildir um lesbíur og kynsegin fólk sem hrífst af konum eða „kvenlegu“ fólki. Þetta orð felur ekki í sér þá ályktun að kynin séu tvö og gagnstæð á sama hátt orðið gagnkynhneigð gerir.Einkynhneigð (Monosexuality): Regnhlífarhugtak yfir þær hneigðir sem vísa til þess að fólk hrífist aðeins af manneskjum af einu tilteknu kyni. Gagnkynhneigð er dæmi um einkynhneigð.Kynseginhneigð (Ceterosexuality): Að hrífast einkum af kynsegin fólki. Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins. (Og er því einnig trans) Athugið að hér er ekki verið að vísa til líffræðilegra kyneinkenna fólks heldur kynvitundar, þ.e.a.s. upplifunar fólks af kyni sínu. BDSM (BDSM): Mörkin milli kinks og kynhneigðar eru stundum óljós. Þegar fólk talar um kink er yfirleitt átt við kynferðislegan smekk sem fellur ekki að normum samfélagsins. Margt fólk sem tilheyrir BDSM-samfélögum lítur á BDSM sem sína kynhneigð á meðan aðrir líta fremur á það sem lífsstíl eða áhugamál.Sveigjanleg kynhneigð (Heteroflexibility/homoflexibility): Þegar fólk skilgreinir kynhneigð sína á einn hátt en er opið fyrir annars konar kynhneigðum. Fólk sem skilgreinir sig sem gagnkynhneigt en er opið fyrir annars konar kynhneigðum er kallað heteroflexible, eða sveigjanlega gagnkynhneigt. Fólk sem skilgreinir sig sem samkynhneigt en er opið fyrir annars konar kynhneigðum er kallað homoflexible, eða sveigjanlega samkynhneigt.Eikynhneigð (Asexuality):Hugtakið vísar til þess að laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Sumt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt en hefur ekki áhuga á að fullnægja henni með öðru fólki. Annað eikynhneigt fólk hefur litla eða enga kynhvöt. Sumt eikynhneigt fólk hefur eingöngu áhuga á rómantískum samböndum og/eða ókynferðislegri snertingu (til dæmis faðmlögum og kúri) með öðru fólki. Fólk sem hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum telst eirómantískt.Grá eikynhneigð (Greysexual/greyasexual): Munurinn á grá eikynhneigðum og eikynhneigðum manneskjum er sá að þau sem eru eikynhneigð upplifa almennt enga kynferðislega aðlöðun eða þörf til að svala henni. Þau sem eru grá eikynhneigð finna fyrir kynferðislegri aðlöðun en hún er það lítil að þau finna sig ekki innan annarra kynhneigða á borð við gagnkynhneigð eða samkynhneigð. Eða þá að þau finna fyrir kynferðislegri aðlöðun og hafa þörf fyrir að svala henni en eingöngu undir mjög sértækum kringumstæðum.Rómantísk hrifning (Romantic attraction): Sumir vilja greina á milli kynferðislegrar og rómantískrar hrifningar. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir fólk sem skilgreinir sig sem eikynhneigt svo það geti lýst því hvort það kjósi að stofna til sambanda með öðru fólki og þá með hverjum. Kona sem er eikynhneigð og homoromantic hrífst þannig ekki kynferðislega af öðru fólki en hrífst á rómantískan hátt af konum og tekur þátt í rómantísku atferli með þeim, til dæmis leiðir þær eða er í föstu sambandi með þeim. Biromantic lýsir því að hafa áhuga á rómantísku sambandi með fólki af tveimur kynum, heteroromantic með fólki af „gagnstæðu“ kyni, homoromantic með fólki af sama kyni, panromantic með fólki af öllum kynjum. Aromantic fólk hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum. Ef þú ert í vafa með kynhneigð þína og langar að fá ráðleggingar þá bjóða Samtökin 78 upp á ókeypis ráðgjöf og eru allir ráðgjafar á vegum Samtakana fagmenntaðir á sínu sviði og hafa víðtæka reynslu af hinsegin málum. Á veraldarvefnum má einnig finna allskyns próf og fyrir þá sem vilja til gamans taka kynhneigðarpróf á netninu þá er hægt að taka eitt slíkt próf HÉR.
Ástin og lífið Hinsegin Tengdar fréttir Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Antoine Hrannar Fons er 35 ára leiklistamenntaður flugþjónn. Antoine byrjaði að vinna hjá Icelandair árið 2014 og segir hann starfið vera ennþá jafn skemmtilegt og gefandi eins og þegar hann byrjaði. 7. ágúst 2019 20:45 Karlmenn miklu líklegri til að bera upp bónorðið Makamál gerðu nýverið könnun þar sem sóst var eftir áliti og skoðunum fólks á því hvor aðilinn ætti að bera upp bónorðið í gagnkynhneigðum samböndum. Svarmöguleikarnir voru: karlinn, konan og eða skiptir ekki máli. Niðurstaðan var sú að yfir 60% fólks sagði það ekki skipta máli hvor aðilinn það væri. En er hefðin búin að breytast í takt við breytt hugarfar? 6. ágúst 2019 20:00 Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru. 7. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Antoine Hrannar Fons er 35 ára leiklistamenntaður flugþjónn. Antoine byrjaði að vinna hjá Icelandair árið 2014 og segir hann starfið vera ennþá jafn skemmtilegt og gefandi eins og þegar hann byrjaði. 7. ágúst 2019 20:45
Karlmenn miklu líklegri til að bera upp bónorðið Makamál gerðu nýverið könnun þar sem sóst var eftir áliti og skoðunum fólks á því hvor aðilinn ætti að bera upp bónorðið í gagnkynhneigðum samböndum. Svarmöguleikarnir voru: karlinn, konan og eða skiptir ekki máli. Niðurstaðan var sú að yfir 60% fólks sagði það ekki skipta máli hvor aðilinn það væri. En er hefðin búin að breytast í takt við breytt hugarfar? 6. ágúst 2019 20:00
Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru. 7. ágúst 2019 22:15