„Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 20:01 Starkaður er húmoristi af Guðs náð og þykir fátt skemmtilegra en að sitja í heitum potti, hlusta á skrítna tónlist og koma fólki til að hlæja. Starkaður Leikarinn og húmoristinn Starkaður Pétursson lýsir sjálfum sér sem spjátrungi úr Hafnarfirði í tilvistarkreppu sem finnst ekkert betra en að sitja í heitum potti, hlusta á undarlega tónlist og reyna að koma fólki til að hlæja, með misjöfnum árangri. „Starkaður er upphaflega risi með 8 hendur, og á að hafa unnið frækin afrek samkvæmt hetjusögum norrænnar goðafræði. Já svo er annar sem minnst er á í Njálu - og hann er víst vondikall „undir þríhyrningi“ (hvað sem það nú er..),“ segir Starkaður á léttum nótum. Mögulega samnefnt fjall ekki langt frá Fljótshlíð? Blaðamaður dvelur ekki lengur við Njálu. Starkaður er menntaður leikari.Starkaður Spurður hvað heilli hann í fari annarra segir hann húmor og óneitanlega kænsku, eljusemi, þokka, gáfur og glettni framar öðru. Svo er gott að fólk sé vel lyktandi. Hér að neðan svarar Starkaður spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hvað hefurðu verið að gera síðustu mánuði og hvað ber framtíðin í skauti sér? Síðustu mánuði hef ég aðalega gert móður mína gráhærða - en fyrir jól ruddist ég inn á heimili foreldra minna og leið svo vel að ég hef ekki snúið aftur heim til mín, móður minni til mikils ama, enda hef ég nánast étið og drukkið allt úr ískápnum. Svo fór ég í einhverja skemmtilegustu ferð sem ég hef farið í. Ég fór á skíði með fjölskyldu minni og vinum og er enn að drepast úr harðsperrum eftir skíðabrekkurnar í Austurríki. Samhliða því hef ég einbeitt mér að leiksýningu sem ég leik í og heitir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, sem frumsýnd verður 2. febrúar næstkomandi í Borgarleikhúsinu. Aldur? 26 ára, en með persónuleika á við áttræða konu. Starf? Leikari. Áhugamál? Eins og ég segi þá eyði ég skringilega miklum tíma í að sitja í heitum potti, hlusta á söngleiki, óperur og þjóðlög. Þar sem hjartað er, þar er heimilið! Restina af mínum furðulega mikla frítíma horfi ég á leikrit, uppistönd og kvikmyndir. Grúska í samsæriskenningum mannkynssögunnar og reyni að gerast jafn góður kokkur og eldabuskan hún móðir mín. Svo er ekkert jafn hjartahlýjandi og að eyða tíma með besta vini mínum í öllum heiminum sem er 5 ára sonur systur minnar. Við höfum lofað hvor öðrum að vera vinir að eilífu og ég ætla mér að standa við það. Gælunafn eða hliðarsjálf? Af mínum nánustu er ég kallaðir Dæi en það er jú ansi krefjandi fyrir lítið barn að segja Starkaður. Ég kallaði semsagt sjálfan mig Dæja fyrstu sjö árin og það festist. Svo kalla systkini mín mig Dúsi, Dús, Dúsdús og þar fram eftir götunum. Annars er alter-egoið mitt hinn eini sanni Afi á Patró. Hann er með Facebook-síðu og ég hvet fólk eindregið til að senda honum vinabeiðni. Ef það þorir, það er að segja. Aldur í anda? Áttræð kona eða 12 ára ónytjungur, ekkert þar á milli. Menntun? Ég hlaut leikskólagráðu frá Barónsborg árið 2002. Þaðan lá leið mín í Ísakskóla í eitt diplómatískt ár og fékk svo þann heiður að vera samþykktur í menntastofnunina Lækjarskóla í Hafnarfirði þar sem ég eyddi níu krefjandi, en góðum árum. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ tók mér síðan opnum örmum og eftir það knúsaði ég sviðslistabraut Listaháskólans að mér. Það má því segja að ég sé ólseigur á menntaveginum. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Hann datt um koll og dó. Starkaður Guilty pleasure kvikmynd? Eins mikil snobbhæna og ég er, þá hefur engin kvikmynd fengið mig til þess að gráta jafn mikið og kvikmyndin Click með Adam Sandler. Það er sú kvikmynd sem ég hef eytt mestum tilfinningum í og skammast mín allsvakalega fyrir það. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Er annað hægt þegar Birgitta Haukdal og Selma Björns keppa í Eurovision með tveggja ára millibili? Svo lék Keira Knightly eftirminnilega í Pirates of the Caribbean. Maður lifandi, mig hefur dreymt um að vera sjóræningi síðan þá. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Einungis. Mér skilst að Júlíus Sesar hafi gert það og af hverju ætti ég ekki að bera mig saman við stórmenni á borð við hann! Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Nei það geri ég ekki. En ég raula stundum Kim Larsen þegar ég er í baði. Midt om natten er til dæmis með mjög bað-raulanlega laglínu. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Landsbanka-appið. Ég kíki á bankareikninginn svona 12 sinnum á dag til að athuga hvort forfeður mínir hafa lagt inná mig og verð alltaf fyrir vonbrigðum. Ertu á stefnumótaforritum? Já, Tinderið mitt er búið að vera eitthvað bilað í svona þrjú ár. Ég fæ allavega aldrei nein möts. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Ábyrgð. Virðing. Öryggi. Hornsteinar míns elskulega Lækjarskóla University. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hrekkjóttur. Snubbóttur. Barngóður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og kænska óneitanlega. Og jú, vellyktandi, eljusemi og þokki. Gáfur og glettni. Ég er byrjaður að hljóma eins og framsóknarmaður 1950 Guð hjálpi mér. En óheillandi? Smjattaðu í tilvist minni og ég sker af mér eyrun. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Skógarbjörn. Þig langar til að knúsa en ég mun líklegast rífa þig á hol. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Egil Skallagrímsson, Napoleon Bonaparte og Icy Spicy Leoncie. Svo myndi ég bara bíða úti í horni og fylgjast með þróun mála. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get kastað upp á núll-einni. Ekkert sérstaklega heillandi hæfileiki ég veit, en bara svona ef einhver leikstjóri er að casta í slíkt hlutverk. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að sitja í potti og hlusta á skrítna tónlist. Mér finnst ég hafa minnst á það áður í þessu viðtali? Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Bíða á bráðamóttökunni á sjúkrahúsi Feneyja. Það var ekki bara leiðinlegasta sem ég hef gert heldur það mest mannskemmandi. Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku - ekki orð um það meir. Ertu A eða B týpa? C. Ef ég vakna „snemma“ þá er það um hádegisleytið. Hvernig viltu eggin þín? Útklekkt. Hvernig viltu kaffið þitt? Í nógu miklu magni. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það má finna mig á Irishman og Pedersen alla föstudaga og laugardaga. Frá sunnudegi - miðvikudags er ég á Vitabar og ég veit ekki sjálfur hvar ég er á fimmtudögum. Starkaður ásamt systur sinni, leikkonunni Kristínu Pétursdóttur.Starkaður Ertu með einhvern bucket lista? Aldrei fara aftur á bráðamóttökuna í Feneyjum. Draumastefnumótið? Í heitum potti; rauðvín, ostar, sápufroða og Cornelis Veeswijk á fóninum. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Þar sem ég er KR-ingur ætti ég að þekkja KR lagið utanbókar en það eru svona fjögur ár síðan að ég fattaði að: „við eigum styrk á við hvaða foss“ væri ekki: „við eigum styrki og Hvalafoss.“ Ég hélt semsagt að þetta væri einhverskonar auglýsing fyrir eitthvað fyrirtæki sem heitir Hvalfoss hf. og væri að styrkja KR rosa mikið. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er að horfa á Frasier á meðan ég er að svara þessu. Hvaða bók lastu síðast? Reyndi við Don Kíkóta. Fékk taugaáfall. Voilà. Hvað er Ást? Það fallegasta sem til er í þessum heimi. Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Starkaður er upphaflega risi með 8 hendur, og á að hafa unnið frækin afrek samkvæmt hetjusögum norrænnar goðafræði. Já svo er annar sem minnst er á í Njálu - og hann er víst vondikall „undir þríhyrningi“ (hvað sem það nú er..),“ segir Starkaður á léttum nótum. Mögulega samnefnt fjall ekki langt frá Fljótshlíð? Blaðamaður dvelur ekki lengur við Njálu. Starkaður er menntaður leikari.Starkaður Spurður hvað heilli hann í fari annarra segir hann húmor og óneitanlega kænsku, eljusemi, þokka, gáfur og glettni framar öðru. Svo er gott að fólk sé vel lyktandi. Hér að neðan svarar Starkaður spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hvað hefurðu verið að gera síðustu mánuði og hvað ber framtíðin í skauti sér? Síðustu mánuði hef ég aðalega gert móður mína gráhærða - en fyrir jól ruddist ég inn á heimili foreldra minna og leið svo vel að ég hef ekki snúið aftur heim til mín, móður minni til mikils ama, enda hef ég nánast étið og drukkið allt úr ískápnum. Svo fór ég í einhverja skemmtilegustu ferð sem ég hef farið í. Ég fór á skíði með fjölskyldu minni og vinum og er enn að drepast úr harðsperrum eftir skíðabrekkurnar í Austurríki. Samhliða því hef ég einbeitt mér að leiksýningu sem ég leik í og heitir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, sem frumsýnd verður 2. febrúar næstkomandi í Borgarleikhúsinu. Aldur? 26 ára, en með persónuleika á við áttræða konu. Starf? Leikari. Áhugamál? Eins og ég segi þá eyði ég skringilega miklum tíma í að sitja í heitum potti, hlusta á söngleiki, óperur og þjóðlög. Þar sem hjartað er, þar er heimilið! Restina af mínum furðulega mikla frítíma horfi ég á leikrit, uppistönd og kvikmyndir. Grúska í samsæriskenningum mannkynssögunnar og reyni að gerast jafn góður kokkur og eldabuskan hún móðir mín. Svo er ekkert jafn hjartahlýjandi og að eyða tíma með besta vini mínum í öllum heiminum sem er 5 ára sonur systur minnar. Við höfum lofað hvor öðrum að vera vinir að eilífu og ég ætla mér að standa við það. Gælunafn eða hliðarsjálf? Af mínum nánustu er ég kallaðir Dæi en það er jú ansi krefjandi fyrir lítið barn að segja Starkaður. Ég kallaði semsagt sjálfan mig Dæja fyrstu sjö árin og það festist. Svo kalla systkini mín mig Dúsi, Dús, Dúsdús og þar fram eftir götunum. Annars er alter-egoið mitt hinn eini sanni Afi á Patró. Hann er með Facebook-síðu og ég hvet fólk eindregið til að senda honum vinabeiðni. Ef það þorir, það er að segja. Aldur í anda? Áttræð kona eða 12 ára ónytjungur, ekkert þar á milli. Menntun? Ég hlaut leikskólagráðu frá Barónsborg árið 2002. Þaðan lá leið mín í Ísakskóla í eitt diplómatískt ár og fékk svo þann heiður að vera samþykktur í menntastofnunina Lækjarskóla í Hafnarfirði þar sem ég eyddi níu krefjandi, en góðum árum. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ tók mér síðan opnum örmum og eftir það knúsaði ég sviðslistabraut Listaháskólans að mér. Það má því segja að ég sé ólseigur á menntaveginum. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Hann datt um koll og dó. Starkaður Guilty pleasure kvikmynd? Eins mikil snobbhæna og ég er, þá hefur engin kvikmynd fengið mig til þess að gráta jafn mikið og kvikmyndin Click með Adam Sandler. Það er sú kvikmynd sem ég hef eytt mestum tilfinningum í og skammast mín allsvakalega fyrir það. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Er annað hægt þegar Birgitta Haukdal og Selma Björns keppa í Eurovision með tveggja ára millibili? Svo lék Keira Knightly eftirminnilega í Pirates of the Caribbean. Maður lifandi, mig hefur dreymt um að vera sjóræningi síðan þá. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Einungis. Mér skilst að Júlíus Sesar hafi gert það og af hverju ætti ég ekki að bera mig saman við stórmenni á borð við hann! Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Nei það geri ég ekki. En ég raula stundum Kim Larsen þegar ég er í baði. Midt om natten er til dæmis með mjög bað-raulanlega laglínu. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Landsbanka-appið. Ég kíki á bankareikninginn svona 12 sinnum á dag til að athuga hvort forfeður mínir hafa lagt inná mig og verð alltaf fyrir vonbrigðum. Ertu á stefnumótaforritum? Já, Tinderið mitt er búið að vera eitthvað bilað í svona þrjú ár. Ég fæ allavega aldrei nein möts. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Ábyrgð. Virðing. Öryggi. Hornsteinar míns elskulega Lækjarskóla University. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hrekkjóttur. Snubbóttur. Barngóður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og kænska óneitanlega. Og jú, vellyktandi, eljusemi og þokki. Gáfur og glettni. Ég er byrjaður að hljóma eins og framsóknarmaður 1950 Guð hjálpi mér. En óheillandi? Smjattaðu í tilvist minni og ég sker af mér eyrun. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Skógarbjörn. Þig langar til að knúsa en ég mun líklegast rífa þig á hol. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Egil Skallagrímsson, Napoleon Bonaparte og Icy Spicy Leoncie. Svo myndi ég bara bíða úti í horni og fylgjast með þróun mála. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get kastað upp á núll-einni. Ekkert sérstaklega heillandi hæfileiki ég veit, en bara svona ef einhver leikstjóri er að casta í slíkt hlutverk. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að sitja í potti og hlusta á skrítna tónlist. Mér finnst ég hafa minnst á það áður í þessu viðtali? Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Bíða á bráðamóttökunni á sjúkrahúsi Feneyja. Það var ekki bara leiðinlegasta sem ég hef gert heldur það mest mannskemmandi. Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku - ekki orð um það meir. Ertu A eða B týpa? C. Ef ég vakna „snemma“ þá er það um hádegisleytið. Hvernig viltu eggin þín? Útklekkt. Hvernig viltu kaffið þitt? Í nógu miklu magni. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það má finna mig á Irishman og Pedersen alla föstudaga og laugardaga. Frá sunnudegi - miðvikudags er ég á Vitabar og ég veit ekki sjálfur hvar ég er á fimmtudögum. Starkaður ásamt systur sinni, leikkonunni Kristínu Pétursdóttur.Starkaður Ertu með einhvern bucket lista? Aldrei fara aftur á bráðamóttökuna í Feneyjum. Draumastefnumótið? Í heitum potti; rauðvín, ostar, sápufroða og Cornelis Veeswijk á fóninum. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Þar sem ég er KR-ingur ætti ég að þekkja KR lagið utanbókar en það eru svona fjögur ár síðan að ég fattaði að: „við eigum styrk á við hvaða foss“ væri ekki: „við eigum styrki og Hvalafoss.“ Ég hélt semsagt að þetta væri einhverskonar auglýsing fyrir eitthvað fyrirtæki sem heitir Hvalfoss hf. og væri að styrkja KR rosa mikið. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er að horfa á Frasier á meðan ég er að svara þessu. Hvaða bók lastu síðast? Reyndi við Don Kíkóta. Fékk taugaáfall. Voilà. Hvað er Ást? Það fallegasta sem til er í þessum heimi.
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira