Fótbolti

Kolbeinn skoraði í sigri en Hjörtur skoraði sjálfsmark í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í leiknum í kvöld.
Kolbeinn í leiknum í kvöld. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson skoraði annað mark AIK sem vann 2-1 sigur á FC Sheriff á útivelli í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

AIK komst yfir á tólftu mínútu og tveimur mínútum síðar var það landsliðsframherjinn sem tvöfaldaði forystuna. Kolbeinn spilaði fyrstu 76 mínútur leiksins en síðari leikurinn fer fram í Svíþjóð.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby sem tapaði 4-2 gegn Braga á heimavelli. Útlitið svart fyrir Hjört og félaga en Hjörtur varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 90. mínútu.

Albert Guðmundsson spilaði síðustu fjórar mínúturnar er AZ Alkmaar gerði markalaust jafntefli gegn úkraínska liðinu Mariupol. Liðin mætast að viku liðinni í Hollandi.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem vann 3-0 sigur á Zrinjski Mostar. Góð staða fyrir Malmö fyrir síðari leikinn sem fer fram í Zrinjski í Króatíu.

Willum Þór Willumsson var ónotaður varamaður hjá Bate sem gerði markalaust jafntefli við FK Sarajevo á útivelli. Síðari leikurinn fer fram í Bate í næstu viku.

Norrköping og Hapoel Beer Sheva gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður á 85. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×