Friðarbarátta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 07:45 Í gegnum söguna hefur maðurinn margsannað sjálfseyðingarhvöt sína. Enginn skyldi því vanmeta hæfni hans til að tortíma sér. Pólitískir leiðtogar heims, sem hafa mikil áhrif, sýna margir hverjir lítinn vilja til að gera heiminn að öruggari stað. Áhugi þeirra á því að bjarga heiminum er í algjöru lágmarki. Kannski ætti þetta sinnuleysi ekki að koma á óvart, svona miðað við gang sögunnar þar sem mikið hefur farið fyrir umfangsmiklum stríðsrekstri með tilheyrandi hörmungum. Ár hvert, þar á meðal hér á landi, minnast friðarsinnar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki í ágústmánuði árið 1945. Frá árinu 1985 hefur sá fallegi siður tíðkast hér á landi að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn og minnast þannig fórnarlambanna um leið og minnt er á sjálfsagða kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Nú í kvöld verður kertum ekki bara fleytt við Reykjavíkurtjörn heldur einnig á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Ekkert bendir til að friðarsinnum verði að ósk sinni um heim án kjarnorkuvopna. Heimurinn hefur alltaf verið hættulegur staður og er það svo sannarlega nú um stundir. Á of mörgum póstum hafa hreiðrað um sig valdasjúkir ófriðarsinnar sem skemmta sér við að hafa í hótunum við önnur ríki og gætu hugsað sér að grípa til kjarnorkuvopna. Í heimildarmynd sem sýnd var fyrir skömmu á RÚV var fjallað um Stanislav Petrov, einn fárra manna sem hægt er að segja að hafi bjargað heiminum. Árið 1983 var hann yfirmaður í stjórnstöð sovéska hersins þegar mælitæki sýndu að eldflaugum væri skotið frá Bandaríkjunum í átt að Sovétríkjunum. Hann hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar en niðurstaða hans var að mælitæki væru biluð. Hinni meintu árás var því ekki svarað með kjarnorkuflaugum. Í þessari merku heimildarmynd sagðist Petrov, sem lést fyrir tveimur árum, ekki efast um að kjarnorkuáras ætti eftir að verða með tilheyrandi eyðingu, maðurinn hefði einfaldlega ekkert lært af sögunni. Kjarnorkuváin var nýlega fest á filmu í þáttunum marglofuðu um Chernobyl-kjarnorkuslysið í Sovétríkunum árið 1986. Þar voru afleiðingar slyssins sýndar á miskunnarlausan hátt. Undir hljómaði mögnuð tónlist Hildar Guðnadóttur og jók mjög á þann beyg sem hlýtur að hafa sótt á alla þá sem horfðu á þættina. Mannkyninu gengur vissulega afar erfiðlega að læra af sögunni. Sumir læra þó. Kertafleyting í minningu fórnarlambanna í Hírósíma og Nakasaki er til marks um það. Skilaboðin sem send eru út um allan heim á þessum degi, 9. ágúst, eru: Við viljum heim án kjarnorkuvopna. Lítil von er reyndar til að þessi skilaboð rati til þeirra þjóðarleiðtoga sem helst vilja vera í stöðugum stríðsleikjum. Þeir eru ekki karakterar sem láta sér segjast. Það á hins vegar ekki að draga kjark úr öllum þeim sem þrá að lifa í friðsamlegum heimi. Það er siðferðileg skylda þeirra að leitast við að gera heiminn örlítið betri. Í heimi, sem getur verið grimmur og óréttlátur, skiptir friðarbarátta máli. Þeirri baráttu má aldrei ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í gegnum söguna hefur maðurinn margsannað sjálfseyðingarhvöt sína. Enginn skyldi því vanmeta hæfni hans til að tortíma sér. Pólitískir leiðtogar heims, sem hafa mikil áhrif, sýna margir hverjir lítinn vilja til að gera heiminn að öruggari stað. Áhugi þeirra á því að bjarga heiminum er í algjöru lágmarki. Kannski ætti þetta sinnuleysi ekki að koma á óvart, svona miðað við gang sögunnar þar sem mikið hefur farið fyrir umfangsmiklum stríðsrekstri með tilheyrandi hörmungum. Ár hvert, þar á meðal hér á landi, minnast friðarsinnar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki í ágústmánuði árið 1945. Frá árinu 1985 hefur sá fallegi siður tíðkast hér á landi að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn og minnast þannig fórnarlambanna um leið og minnt er á sjálfsagða kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Nú í kvöld verður kertum ekki bara fleytt við Reykjavíkurtjörn heldur einnig á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Ekkert bendir til að friðarsinnum verði að ósk sinni um heim án kjarnorkuvopna. Heimurinn hefur alltaf verið hættulegur staður og er það svo sannarlega nú um stundir. Á of mörgum póstum hafa hreiðrað um sig valdasjúkir ófriðarsinnar sem skemmta sér við að hafa í hótunum við önnur ríki og gætu hugsað sér að grípa til kjarnorkuvopna. Í heimildarmynd sem sýnd var fyrir skömmu á RÚV var fjallað um Stanislav Petrov, einn fárra manna sem hægt er að segja að hafi bjargað heiminum. Árið 1983 var hann yfirmaður í stjórnstöð sovéska hersins þegar mælitæki sýndu að eldflaugum væri skotið frá Bandaríkjunum í átt að Sovétríkjunum. Hann hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar en niðurstaða hans var að mælitæki væru biluð. Hinni meintu árás var því ekki svarað með kjarnorkuflaugum. Í þessari merku heimildarmynd sagðist Petrov, sem lést fyrir tveimur árum, ekki efast um að kjarnorkuáras ætti eftir að verða með tilheyrandi eyðingu, maðurinn hefði einfaldlega ekkert lært af sögunni. Kjarnorkuváin var nýlega fest á filmu í þáttunum marglofuðu um Chernobyl-kjarnorkuslysið í Sovétríkunum árið 1986. Þar voru afleiðingar slyssins sýndar á miskunnarlausan hátt. Undir hljómaði mögnuð tónlist Hildar Guðnadóttur og jók mjög á þann beyg sem hlýtur að hafa sótt á alla þá sem horfðu á þættina. Mannkyninu gengur vissulega afar erfiðlega að læra af sögunni. Sumir læra þó. Kertafleyting í minningu fórnarlambanna í Hírósíma og Nakasaki er til marks um það. Skilaboðin sem send eru út um allan heim á þessum degi, 9. ágúst, eru: Við viljum heim án kjarnorkuvopna. Lítil von er reyndar til að þessi skilaboð rati til þeirra þjóðarleiðtoga sem helst vilja vera í stöðugum stríðsleikjum. Þeir eru ekki karakterar sem láta sér segjast. Það á hins vegar ekki að draga kjark úr öllum þeim sem þrá að lifa í friðsamlegum heimi. Það er siðferðileg skylda þeirra að leitast við að gera heiminn örlítið betri. Í heimi, sem getur verið grimmur og óréttlátur, skiptir friðarbarátta máli. Þeirri baráttu má aldrei ljúka.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar