Sakar Helgu Völu um að vilja búa til drama í kringum þriðja orkupakkann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 11:44 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, sem hefur verið ötull við að vara við innleiðingu þriðja orkupakkans, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar og segist mega láta í ljós skoðun sína þrátt fyrir að vera héraðsdómari. Hann telur að ákveðin ógn steðji hinni íslensku frjálslyndishefð. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar skrifaði á dögunum grein sem birtist í Fréttablaðinu þar sem hún gagnrýnir framferði Arnars. Hún segir að nokkuð hafi örlað á því að Arnar sé orðinn þátttakandi í pólitík. Skrif hans fái hana til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórnmálaþátttöku en ekki maður sem vilji á grunni sérfræðiþekkingar og stöðu sem héraðsdómara láta taka mark á sér. Arnar mætti í viðtal í útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann vísar ummælum Helgu Völu til föðurhúsanna. Hann sakar Helgu Völu um að útúrsnúning og dramatík. „Varðandi Helgu Völu sko þá er hún auðvitað fyrrverandi leikkona og hún vill búa til drama í kringum þetta mál og allt í lagi með það, en þetta á ekkert að snúast um mig en það sem er óþægilegt við grein Helgu Völu í fyrradag eða hvenær þetta var, hún snýr út úr fyrir mér og leggur mér orð í munn. Hún gerir mér upp ásetning og ég tel að grein hennar sé bara ekki heiðarleg.“Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, bauð Arnar Þór hæstaréttardómara velkominn á vettvang stjórnmálanna í grein sem hún birti í Fréttablaðinu á dögunum.vísir/vilhelmGreinin sýni og sanni að íslensk stjórnmál séu komin í öngstræti. „Þau eru farin að snúast um eitthvað allt annað en þau eiga að snúast um. Mér sýnist Helga Vala nálgast málið ekki út frá lýðræði, heldur út frá gervi-lýðræði, ekki út frá frjálslyndi heldur út frá gervi-frjálslyndi og ekki út frá sjónarmiðum um fullveldi heldur út frá sjónarmiðum um gervi-fullveldi. Stjórnmálin - það þarf að endurræsa hérna eitthvað í þessu, til þess að þetta komist niður á eitthvað eðlilegt plan.“ Hann hafnar því alfarið að með skrifum sínum um þriðja orkupakkann sé hann beinn þátttakandi í stjórnmálum. „Ég held að það sem skiptir máli er að við erum að byggja hérna á ákveðinni hefð sem heitir frjálslyndishefð og mér hefur verið borið á brýn að ég sé farinn að blanda mér í stjórnmál, ég segi nei. Ef við skoðum stefnuskrá allra stjórnmálaflokka á Íslandi þá segja þeir allir, við byggjum á frjálslyndi. Ókei, út á hvað gengur frjálslyndi? Það gengur út á það að ég og þið og allir sem eru að hlusta á þetta í rauninni megi tjá sig, megi hafa skoðun á málunum og síðan bara mætum við því með rökum.“ Arnar telur að ákveðin ógn steðji að hinni frjálslyndu hefð og segir að það sé einmitt ástæðan fyrir því að hann birti margar greinar um þjóðmál á opinberum vettvangi. „Ég held að umræða sé ekki komin þangað en þess í stað er verið að ræða um mína persónu eins og hún skipti einhverju máli. Ég skipti engu máli í þessu. Ég held að það sem skiptir máli er að við erum að byggja hérna á ákveðinni hefð sem heitir frjálslyndishefð og mér hefur verið borið á brýn að ég sé farinn að blanda mér í stjórnmál, ég segi nei. Ef við skoðum stefnuskrá allra stjórnmálaflokka á Íslandi þá segja þeir allir, við byggjum á frjálslyndi. Ókei, út á hvað gengur frjálslyndi? Það gengur út á það að ég og þið og allir sem eru að hlusta á þetta í rauninni megi tjá sig, megi hafa skoðun á málunum og síðan bara mætum við því með rökum.“ Þessi ógn einkennist af því að sumar skoðanir séu ekki liðnar. Það sé ekki í anda frjálslynds samfélags. Jafnvel menn eins og ég, jafnvel þó ég sé nú svo óheppinn að vera dómari, megi bara koma út á þennan vettvang, og vitiði það, ég hef engar áhyggjur af umræðu um það að dómarar megi ekki tjá sig og þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir mig, ég get alveg viðurkennt það. Að mati Arnars ættu þingmenn fyrst að tryggja að þriðji orkupakkinn muni ekki valda neinu tjóni áður en hann verður innleiddur. Í upphafi skyldi endinn skoða. „Ég hef bent á það að ég telji órökrétt að Alþingi byrji á því að samþykkja orkupakkann og ætli síðan að hindra að markmið þessa sama orkupakka nái fram að ganga.“ Arnar spyr þá hver ætti að njóta vafans í málinu. „Er það Ísland, íslenskir hagsmunir, hagsmunir almennings eða eru það hagsmunir Evrópusambandsins og einhvers fyrirbæris sem heitir orkupakki þrjú.“ Að mati Arnars Þórs eigi íslenskir stjórnmálamenn að snúa bökum saman og verja sameiginlega hagsmuni á borð við vatn, rafmagn og orku. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á það að þingmenn og ráðherrar og alls konar fólk sem á að verja þennan grundvöll skuli vera upptekið við það núna daginn út og inn að brjóta hann niður, þennan stall sem við sem þjóðfélag höfum búið til fyrir þau.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Já, fullveldið skiptir máli Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. 6. ágúst 2019 07:30 „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 Helga Vala um EES-samstarfið: Getum ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar Helga Vala Helgadóttir fjallaði um fullveldi og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld. 29. maí 2019 21:45 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, sem hefur verið ötull við að vara við innleiðingu þriðja orkupakkans, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar og segist mega láta í ljós skoðun sína þrátt fyrir að vera héraðsdómari. Hann telur að ákveðin ógn steðji hinni íslensku frjálslyndishefð. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar skrifaði á dögunum grein sem birtist í Fréttablaðinu þar sem hún gagnrýnir framferði Arnars. Hún segir að nokkuð hafi örlað á því að Arnar sé orðinn þátttakandi í pólitík. Skrif hans fái hana til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórnmálaþátttöku en ekki maður sem vilji á grunni sérfræðiþekkingar og stöðu sem héraðsdómara láta taka mark á sér. Arnar mætti í viðtal í útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann vísar ummælum Helgu Völu til föðurhúsanna. Hann sakar Helgu Völu um að útúrsnúning og dramatík. „Varðandi Helgu Völu sko þá er hún auðvitað fyrrverandi leikkona og hún vill búa til drama í kringum þetta mál og allt í lagi með það, en þetta á ekkert að snúast um mig en það sem er óþægilegt við grein Helgu Völu í fyrradag eða hvenær þetta var, hún snýr út úr fyrir mér og leggur mér orð í munn. Hún gerir mér upp ásetning og ég tel að grein hennar sé bara ekki heiðarleg.“Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, bauð Arnar Þór hæstaréttardómara velkominn á vettvang stjórnmálanna í grein sem hún birti í Fréttablaðinu á dögunum.vísir/vilhelmGreinin sýni og sanni að íslensk stjórnmál séu komin í öngstræti. „Þau eru farin að snúast um eitthvað allt annað en þau eiga að snúast um. Mér sýnist Helga Vala nálgast málið ekki út frá lýðræði, heldur út frá gervi-lýðræði, ekki út frá frjálslyndi heldur út frá gervi-frjálslyndi og ekki út frá sjónarmiðum um fullveldi heldur út frá sjónarmiðum um gervi-fullveldi. Stjórnmálin - það þarf að endurræsa hérna eitthvað í þessu, til þess að þetta komist niður á eitthvað eðlilegt plan.“ Hann hafnar því alfarið að með skrifum sínum um þriðja orkupakkann sé hann beinn þátttakandi í stjórnmálum. „Ég held að það sem skiptir máli er að við erum að byggja hérna á ákveðinni hefð sem heitir frjálslyndishefð og mér hefur verið borið á brýn að ég sé farinn að blanda mér í stjórnmál, ég segi nei. Ef við skoðum stefnuskrá allra stjórnmálaflokka á Íslandi þá segja þeir allir, við byggjum á frjálslyndi. Ókei, út á hvað gengur frjálslyndi? Það gengur út á það að ég og þið og allir sem eru að hlusta á þetta í rauninni megi tjá sig, megi hafa skoðun á málunum og síðan bara mætum við því með rökum.“ Arnar telur að ákveðin ógn steðji að hinni frjálslyndu hefð og segir að það sé einmitt ástæðan fyrir því að hann birti margar greinar um þjóðmál á opinberum vettvangi. „Ég held að umræða sé ekki komin þangað en þess í stað er verið að ræða um mína persónu eins og hún skipti einhverju máli. Ég skipti engu máli í þessu. Ég held að það sem skiptir máli er að við erum að byggja hérna á ákveðinni hefð sem heitir frjálslyndishefð og mér hefur verið borið á brýn að ég sé farinn að blanda mér í stjórnmál, ég segi nei. Ef við skoðum stefnuskrá allra stjórnmálaflokka á Íslandi þá segja þeir allir, við byggjum á frjálslyndi. Ókei, út á hvað gengur frjálslyndi? Það gengur út á það að ég og þið og allir sem eru að hlusta á þetta í rauninni megi tjá sig, megi hafa skoðun á málunum og síðan bara mætum við því með rökum.“ Þessi ógn einkennist af því að sumar skoðanir séu ekki liðnar. Það sé ekki í anda frjálslynds samfélags. Jafnvel menn eins og ég, jafnvel þó ég sé nú svo óheppinn að vera dómari, megi bara koma út á þennan vettvang, og vitiði það, ég hef engar áhyggjur af umræðu um það að dómarar megi ekki tjá sig og þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir mig, ég get alveg viðurkennt það. Að mati Arnars ættu þingmenn fyrst að tryggja að þriðji orkupakkinn muni ekki valda neinu tjóni áður en hann verður innleiddur. Í upphafi skyldi endinn skoða. „Ég hef bent á það að ég telji órökrétt að Alþingi byrji á því að samþykkja orkupakkann og ætli síðan að hindra að markmið þessa sama orkupakka nái fram að ganga.“ Arnar spyr þá hver ætti að njóta vafans í málinu. „Er það Ísland, íslenskir hagsmunir, hagsmunir almennings eða eru það hagsmunir Evrópusambandsins og einhvers fyrirbæris sem heitir orkupakki þrjú.“ Að mati Arnars Þórs eigi íslenskir stjórnmálamenn að snúa bökum saman og verja sameiginlega hagsmuni á borð við vatn, rafmagn og orku. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á það að þingmenn og ráðherrar og alls konar fólk sem á að verja þennan grundvöll skuli vera upptekið við það núna daginn út og inn að brjóta hann niður, þennan stall sem við sem þjóðfélag höfum búið til fyrir þau.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Já, fullveldið skiptir máli Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. 6. ágúst 2019 07:30 „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 Helga Vala um EES-samstarfið: Getum ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar Helga Vala Helgadóttir fjallaði um fullveldi og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld. 29. maí 2019 21:45 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Já, fullveldið skiptir máli Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. 6. ágúst 2019 07:30
„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30
Helga Vala um EES-samstarfið: Getum ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar Helga Vala Helgadóttir fjallaði um fullveldi og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld. 29. maí 2019 21:45