Icelandair fær harða samkeppni frá American Airlines í Fíladelfíu Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2019 13:43 Bandaríska flugfélagið American Airlines mun bjóða upp á áætlunarferðir á milli Fíladelfíu í Bandaríkjunum og Keflavíkur á næsta ári. Mun flugfélagið bjóða upp á ferðir á milli 4. júní og 24. október. Mun American Airlines notast við Boeing 757-200 farþegaþotu í áætlunarferðum sínum til Íslands. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að American Airlines hafi ákveðið að gera út í Fíladelfíu því borgin sé orðin þekkt sem ein af bestu leiðunum til að komast yfir Atlantshafið. Borgarstjóri Fíladelfíu, Jim Kennedy, sagði borgaryfirvöld stolt af því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu flugfélagsins í borginni.Greint er frá því á vef Túrista að sú óvenjulega staða hafi komið upp í fyrra að bæði íslensku flugfélögin, WOW air og Icelandair, ákváðu að hefja áætlunarferðir frá Dallas í Bandaríkjunum til Íslands. Á sama tíma ákvað American Airlines að gera slíkt hið sama. Hvorki WOW air né Icelandair réðu við þá samkeppni og tilkynntu að ekki yrði áframhald á áætlunarferðum þeirra til Íslands frá Dallas. American Airlines hélt hins vegar sínu striki en greindi Túrista frá því að ákveðið hafi verið að leggja Dallas-flugið niður og hefja ferðir á milli Íslands og Fíladelfíu. Túristi segir þessa ákvörðun American Airlines gera það að verkum að nú fái Icelandair samkeppni í flugi frá Fíladelfíu. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Sjá meira
Bandaríska flugfélagið American Airlines mun bjóða upp á áætlunarferðir á milli Fíladelfíu í Bandaríkjunum og Keflavíkur á næsta ári. Mun flugfélagið bjóða upp á ferðir á milli 4. júní og 24. október. Mun American Airlines notast við Boeing 757-200 farþegaþotu í áætlunarferðum sínum til Íslands. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að American Airlines hafi ákveðið að gera út í Fíladelfíu því borgin sé orðin þekkt sem ein af bestu leiðunum til að komast yfir Atlantshafið. Borgarstjóri Fíladelfíu, Jim Kennedy, sagði borgaryfirvöld stolt af því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu flugfélagsins í borginni.Greint er frá því á vef Túrista að sú óvenjulega staða hafi komið upp í fyrra að bæði íslensku flugfélögin, WOW air og Icelandair, ákváðu að hefja áætlunarferðir frá Dallas í Bandaríkjunum til Íslands. Á sama tíma ákvað American Airlines að gera slíkt hið sama. Hvorki WOW air né Icelandair réðu við þá samkeppni og tilkynntu að ekki yrði áframhald á áætlunarferðum þeirra til Íslands frá Dallas. American Airlines hélt hins vegar sínu striki en greindi Túrista frá því að ákveðið hafi verið að leggja Dallas-flugið niður og hefja ferðir á milli Íslands og Fíladelfíu. Túristi segir þessa ákvörðun American Airlines gera það að verkum að nú fái Icelandair samkeppni í flugi frá Fíladelfíu.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Sjá meira