Orkupakkinn og EES – Er plan B? Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. ágúst 2019 14:22 Umræðan um þriðja orkupakkann hefur verið mjög fyrirferðamikil undanfarna mánuði. Miðflokkurinn og grasrót Sjálfstæðisflokksins kalla nú eftir því að farið verði fram á undanþágu Íslands hjá sameiginlegu EES nefndinni og telja á ferðinni óforsvaranlegt framsal á fullveldi þjóðarinnar. Jafnframt hefur því ítrekað verið haldið fram að málið brjóti gegn stjórnarskrá, að samþykkt þriðja orkupakkans gæti þvingað okkur til lagningar á sæstreng og jafnvel fyrirgert forræði okkar yfir náttúruauðlindum landsins. Til að því sé til haga haldið þá fæst ekkert af þessum fullyrðingum staðist heldur er hér á ferðinni vísvitandi rangfærslur og blekkingar af hálfu þingmanna Miðflokksins. Lýðskrum af ómerkilegustu sort sett fram til að ala á ótta, dreifa athygli frá óþægilegum málum og afla flokknum fylgis. Við þennan málflutning er æði margt að athuga. Látum liggja á milli hluta að málið er löngu afgreitt af sameiginlegu EES nefndinni án fyrirvara af okkar hálfu; látum liggja á milli hluta að sömu stjórnmálamenn og nú láta hæst í opinberri umræðu voru forsætis- og utanríkisráðherra þegar málið hlaut afgreiðslu, látum liggja á milli hluta að þeir hinir sömu gerðu engar athugasemdir við málið á þeim tíma; látum liggja á milli hluta að okkar helstu sérfræðingar í Evrópurétti hafa ítrekað hrakið fjölmargar rangfærslur Miðflokksmanna og fleiri er varðar fullveldið, stjórnarskránna, sæstreng og forræði yfir auðlindum. Ekkert af þeim fullyrðingum fæst staðist.Umræðan um orkupakkann er umræðan um framtíð EES Það sem ég staldra hins vegar helst við í þessari umræðu allri er hver er stefna Miðflokksmanna og annarra andstæðinga orkupakkans? Hvert er plan B? Staðreyndin er sú að orkumál eru og hafa alla tíð verið hluti af EES samningnum. Umræðan um undanþágu frá þriðja orkupakkanum snýr því ekki aðeins að honum heldur að málefnum sameiginlegs orkumarkaðar EES svæðisins til framtíðar. Það kallar í raun á að EES samningurinn verði tekinn upp, nokkuð sem Miðflokkurinn hefur raunar á stefnuskrá sinni. EES samningurinn er undirstaða utanríkisviðskipta okkar í dag með vöru og þjónustu. Það er því eðlilegt að spyrja sig hvort líkur væru á betri samningi en við þegar höfum? Þegar samið var um EES á sínum tíma stóðu 7 EFTA ríki með samtals um 40 milljón íbúa að samningum við 15 ríki Evrópusambandsins. Í dag eru EFTA ríkin þrjú sem eiga aðild að EES, með tæpar sex milljónir íbúa, en ESB ríkin eru 28 (27 eftir útgöngu Bretlands), með um 450 milljón íbúa án Bretlands. Er líklegt að ætla að samningsstaða okkar hafi styrkst? Brexit umræðan og erfiðleikar Breta við að ná ásættanlegum útgöngusamningi ættu að sýna okkur svo ekki verður um villst að vilji Evrópusambandsins til samninga sem feli í sér allan ávinning af aðild án þess að axla þær skyldur sem henni fylgja er mjög takmarkaður. Að sama skapi er að Norðmenn hafa ríka hagsmuni af því að vera á sameiginlegum orkumarkaði sambandsins og áhugi þeirra á að breyta gildissviði EES samningsins því lítill. Líklegast er að svar ESB væri stutt og laggott. Ef þið viljið semja um breytingar getið þið alltaf sótt um aðild. Allt tal um nýjan og betri EES samning er því æði ótrúverðugt. Það er út af fyrir sig löngu tímabært að taka upp umræðuna um kosti og galla fullrar aðildar. Það hagsmunamat hefur aldrei farið fram. Hversu dýr er íslenska krónan okkur og hvað lífskjör alls almennings gætu batnað með stöðugri mynt og lægra vaxtastigi? En það er auðvitað ekki það sem vakir fyrir andstæðingum EES samningsins. Sama umræða átti sér stað í Bretlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðis um útgöngu. Allt átti að vera betra utan ESB en innan. Tækifærin væru óendanleg. Nú hefur hið sanna komið á daginn. Bretland er á leið í efnahagslægð vegna Brexit. Stórlega hefur dregið úr fjárfestingaráhuga fyrirtækja þar í landi og fjölmörg fyrirtæki hafa eða hyggjast flytja starfsemi sína yfir á meginlandið. Áætlað er að á þriðja hundrað þúsund störf hafi þegar tapast vegna Brexit og pundið hefur fallið um nærri 20% gagnvart evru. Bretar eru verr staddir utan sambandsins en innan, svo einfalt er það. Ekki verður séð að útgangan hafi styrkt stöðu Breta við gerð fríverslunarsamninga, líkt og haldið hefur verið fram og þær fullyrðingar endurómað hér á landi. Það gefur enda auga leið að það er meiri áhugi á samningum við 450 milljón manna efnahagssvæði en 65 milljón manna þjóð, hvað þá 350 þúsund manna þjóð. Reynslan af Brexit kennir okkur að það á ekki að leggja upp í vegferð ef menn vita ekki hvert förinni er heitið. Stjórnmálamenn sem kalla á endurskoðun EES samningsins verða að geta svarað því hverjir séu líklegir valkostir í stöðunni. Annað er ábyrgðarlaust. Við viljum ekki vakna upp við þann veruleika að misvitrir stjórnmálamenn hafi með blekkingum og lygum stórskaðað viðskiptahagsmuni þjóðarinnar og þar með lífskjör hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um þriðja orkupakkann hefur verið mjög fyrirferðamikil undanfarna mánuði. Miðflokkurinn og grasrót Sjálfstæðisflokksins kalla nú eftir því að farið verði fram á undanþágu Íslands hjá sameiginlegu EES nefndinni og telja á ferðinni óforsvaranlegt framsal á fullveldi þjóðarinnar. Jafnframt hefur því ítrekað verið haldið fram að málið brjóti gegn stjórnarskrá, að samþykkt þriðja orkupakkans gæti þvingað okkur til lagningar á sæstreng og jafnvel fyrirgert forræði okkar yfir náttúruauðlindum landsins. Til að því sé til haga haldið þá fæst ekkert af þessum fullyrðingum staðist heldur er hér á ferðinni vísvitandi rangfærslur og blekkingar af hálfu þingmanna Miðflokksins. Lýðskrum af ómerkilegustu sort sett fram til að ala á ótta, dreifa athygli frá óþægilegum málum og afla flokknum fylgis. Við þennan málflutning er æði margt að athuga. Látum liggja á milli hluta að málið er löngu afgreitt af sameiginlegu EES nefndinni án fyrirvara af okkar hálfu; látum liggja á milli hluta að sömu stjórnmálamenn og nú láta hæst í opinberri umræðu voru forsætis- og utanríkisráðherra þegar málið hlaut afgreiðslu, látum liggja á milli hluta að þeir hinir sömu gerðu engar athugasemdir við málið á þeim tíma; látum liggja á milli hluta að okkar helstu sérfræðingar í Evrópurétti hafa ítrekað hrakið fjölmargar rangfærslur Miðflokksmanna og fleiri er varðar fullveldið, stjórnarskránna, sæstreng og forræði yfir auðlindum. Ekkert af þeim fullyrðingum fæst staðist.Umræðan um orkupakkann er umræðan um framtíð EES Það sem ég staldra hins vegar helst við í þessari umræðu allri er hver er stefna Miðflokksmanna og annarra andstæðinga orkupakkans? Hvert er plan B? Staðreyndin er sú að orkumál eru og hafa alla tíð verið hluti af EES samningnum. Umræðan um undanþágu frá þriðja orkupakkanum snýr því ekki aðeins að honum heldur að málefnum sameiginlegs orkumarkaðar EES svæðisins til framtíðar. Það kallar í raun á að EES samningurinn verði tekinn upp, nokkuð sem Miðflokkurinn hefur raunar á stefnuskrá sinni. EES samningurinn er undirstaða utanríkisviðskipta okkar í dag með vöru og þjónustu. Það er því eðlilegt að spyrja sig hvort líkur væru á betri samningi en við þegar höfum? Þegar samið var um EES á sínum tíma stóðu 7 EFTA ríki með samtals um 40 milljón íbúa að samningum við 15 ríki Evrópusambandsins. Í dag eru EFTA ríkin þrjú sem eiga aðild að EES, með tæpar sex milljónir íbúa, en ESB ríkin eru 28 (27 eftir útgöngu Bretlands), með um 450 milljón íbúa án Bretlands. Er líklegt að ætla að samningsstaða okkar hafi styrkst? Brexit umræðan og erfiðleikar Breta við að ná ásættanlegum útgöngusamningi ættu að sýna okkur svo ekki verður um villst að vilji Evrópusambandsins til samninga sem feli í sér allan ávinning af aðild án þess að axla þær skyldur sem henni fylgja er mjög takmarkaður. Að sama skapi er að Norðmenn hafa ríka hagsmuni af því að vera á sameiginlegum orkumarkaði sambandsins og áhugi þeirra á að breyta gildissviði EES samningsins því lítill. Líklegast er að svar ESB væri stutt og laggott. Ef þið viljið semja um breytingar getið þið alltaf sótt um aðild. Allt tal um nýjan og betri EES samning er því æði ótrúverðugt. Það er út af fyrir sig löngu tímabært að taka upp umræðuna um kosti og galla fullrar aðildar. Það hagsmunamat hefur aldrei farið fram. Hversu dýr er íslenska krónan okkur og hvað lífskjör alls almennings gætu batnað með stöðugri mynt og lægra vaxtastigi? En það er auðvitað ekki það sem vakir fyrir andstæðingum EES samningsins. Sama umræða átti sér stað í Bretlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðis um útgöngu. Allt átti að vera betra utan ESB en innan. Tækifærin væru óendanleg. Nú hefur hið sanna komið á daginn. Bretland er á leið í efnahagslægð vegna Brexit. Stórlega hefur dregið úr fjárfestingaráhuga fyrirtækja þar í landi og fjölmörg fyrirtæki hafa eða hyggjast flytja starfsemi sína yfir á meginlandið. Áætlað er að á þriðja hundrað þúsund störf hafi þegar tapast vegna Brexit og pundið hefur fallið um nærri 20% gagnvart evru. Bretar eru verr staddir utan sambandsins en innan, svo einfalt er það. Ekki verður séð að útgangan hafi styrkt stöðu Breta við gerð fríverslunarsamninga, líkt og haldið hefur verið fram og þær fullyrðingar endurómað hér á landi. Það gefur enda auga leið að það er meiri áhugi á samningum við 450 milljón manna efnahagssvæði en 65 milljón manna þjóð, hvað þá 350 þúsund manna þjóð. Reynslan af Brexit kennir okkur að það á ekki að leggja upp í vegferð ef menn vita ekki hvert förinni er heitið. Stjórnmálamenn sem kalla á endurskoðun EES samningsins verða að geta svarað því hverjir séu líklegir valkostir í stöðunni. Annað er ábyrgðarlaust. Við viljum ekki vakna upp við þann veruleika að misvitrir stjórnmálamenn hafi með blekkingum og lygum stórskaðað viðskiptahagsmuni þjóðarinnar og þar með lífskjör hennar.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun