Ekki verið tilkynnt um tillögu um Fjarðarheiðargöng Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 17:57 Samgöngur til og frá Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði geta verið strembnar á öllum árstímum. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði. Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði.
Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira