Opnir kælar í verslunum nota meiri raforku en lokaðir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Opnir kælar nota mun meiri raforku en lokaðir. Nordicphotos/Getty Opnir kælar í verslunum nota allt að 25 til 30 prósent meiri orku en lokaðir. Víða sjást enn þá opnir kælar í íslenskum stórverslunum en þeir hafa verið hafðir þannig til að auðvelda viðskiptavinum aðgengi að vörum. Verslanir hafa þó í síauknum mæli verið að skipta yfir í lokaða kæla. Í Bretlandi nota verslanir um þrjú prósent af orku landsins og um þriðjungur fer í opna kæla. Það þýðir að eitt prósent af orkunotkun landsins fer í opna kæla. Hefur þessu verið lýst sem geigvænlegri sóun á auðlindum og fjármagni. Hafin er undirskriftasöfnun til að skikka verslunareigendur til að loka kælum sínum og hafa 25 þúsund undirskriftir safnast. Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs, sem stuðlar að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun, segir að ekki sé hægt að heimfæra þessar tölur yfir á Ísland. Hér á landi taki stórnotendur mun stærri sneið af kökunni. „Það er hins vegar hægt að nota þessar tölur til að sjá hlutfallið af almennu notkuninni, sem er um tuttugu prósent.“ Að sögn Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, hafa allt að 50 prósent orku sparast með því að loka kælum og setja upp LED-lýsingu. „Við erum ekki búin að endurnýja alls staðar en þar sem við erum að opna, endurnýja eða breyta förum við alltaf yfir í lokaða kæla,“ segir Gréta. Það sama er uppi á teningnum hjá Bónus að sögn Guðmundar Marteinssonar framkvæmdastjóra. Lokaðir kælar eru settir í stað eldri opinna kæla og auk þess er skipt úr freoni yfir í koltvísýring. Guðmundur segir að þessi skipti munu þó taka einhvern tíma. „Okkar reynsla er að raforkusparnaðurinn er allt að 50 prósent“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Opnir kælar í verslunum nota allt að 25 til 30 prósent meiri orku en lokaðir. Víða sjást enn þá opnir kælar í íslenskum stórverslunum en þeir hafa verið hafðir þannig til að auðvelda viðskiptavinum aðgengi að vörum. Verslanir hafa þó í síauknum mæli verið að skipta yfir í lokaða kæla. Í Bretlandi nota verslanir um þrjú prósent af orku landsins og um þriðjungur fer í opna kæla. Það þýðir að eitt prósent af orkunotkun landsins fer í opna kæla. Hefur þessu verið lýst sem geigvænlegri sóun á auðlindum og fjármagni. Hafin er undirskriftasöfnun til að skikka verslunareigendur til að loka kælum sínum og hafa 25 þúsund undirskriftir safnast. Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs, sem stuðlar að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun, segir að ekki sé hægt að heimfæra þessar tölur yfir á Ísland. Hér á landi taki stórnotendur mun stærri sneið af kökunni. „Það er hins vegar hægt að nota þessar tölur til að sjá hlutfallið af almennu notkuninni, sem er um tuttugu prósent.“ Að sögn Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, hafa allt að 50 prósent orku sparast með því að loka kælum og setja upp LED-lýsingu. „Við erum ekki búin að endurnýja alls staðar en þar sem við erum að opna, endurnýja eða breyta förum við alltaf yfir í lokaða kæla,“ segir Gréta. Það sama er uppi á teningnum hjá Bónus að sögn Guðmundar Marteinssonar framkvæmdastjóra. Lokaðir kælar eru settir í stað eldri opinna kæla og auk þess er skipt úr freoni yfir í koltvísýring. Guðmundur segir að þessi skipti munu þó taka einhvern tíma. „Okkar reynsla er að raforkusparnaðurinn er allt að 50 prósent“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira