Sjúkraflug getur tafist vegna tryggingamála Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Tafir geta orðið ef um ótryggðan einstakling er að ræða. Fréttablaðið/Pjetur Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira