Sjúkraflug getur tafist vegna tryggingamála Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Tafir geta orðið ef um ótryggðan einstakling er að ræða. Fréttablaðið/Pjetur Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira