Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Aðalheiður Ámundadóttir og Ari Brynjólfsson skrifar 30. júlí 2019 06:00 Seðlabanki Íslands, vaxtaákvörðun. Már Guðmundsson kynnir vaxtaákvörðun seðlabankans í síðasta sinn sem bankastjóri. Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Með málsókninni vill Seðlabankinn freista þess að fá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um rétt blaðamannsins til upplýsinga ógilta. Í nóvember á síðasta ári óskaði blaðamaður eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um samning sem Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu en samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verðmæti samningsins hátt á annan tug milljóna og mun hærra en annarra námsstyrkja sem starfsfólki bankans standa til boða. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar og sneri blaðamaðurinn sér þá til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin kvað upp þann úrskurð tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum samninginn. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum og nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu verði vísað til dómstóla innan sjö daga frá því frestunin var samþykkt. Í beiðni bankans um flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum er meðal annars vísað til þess að úrlausn málsins verði fordæmisgefandi og kunni að geta skipt sköpum fyrir túlkun ákvæðis upplýsingalaga sem varðar upplýsingar um starfsmenn stjórnsýslunnar. Fram kemur að málið varði ekki aðeins mikilvæg réttindi blaðamanna heldur einnig þeirra mörgu starfsmanna sem starfa hjá hinu opinbera. Réttarhlé stendur nú yfir hjá dómstólunum og óvíst hvenær afstaða til flýtimeðferðar verður tekin. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Með málsókninni vill Seðlabankinn freista þess að fá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um rétt blaðamannsins til upplýsinga ógilta. Í nóvember á síðasta ári óskaði blaðamaður eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um samning sem Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu en samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verðmæti samningsins hátt á annan tug milljóna og mun hærra en annarra námsstyrkja sem starfsfólki bankans standa til boða. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar og sneri blaðamaðurinn sér þá til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin kvað upp þann úrskurð tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum samninginn. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum og nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu verði vísað til dómstóla innan sjö daga frá því frestunin var samþykkt. Í beiðni bankans um flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum er meðal annars vísað til þess að úrlausn málsins verði fordæmisgefandi og kunni að geta skipt sköpum fyrir túlkun ákvæðis upplýsingalaga sem varðar upplýsingar um starfsmenn stjórnsýslunnar. Fram kemur að málið varði ekki aðeins mikilvæg réttindi blaðamanna heldur einnig þeirra mörgu starfsmanna sem starfa hjá hinu opinbera. Réttarhlé stendur nú yfir hjá dómstólunum og óvíst hvenær afstaða til flýtimeðferðar verður tekin.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00