Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 07:30 Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum. Myndin er frá þrumuveðri sem gekk yfir England. Vísir/getty Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn. Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn.
Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46