Kolbeinn göngugarpur gekk hringinn á 30 dögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júlí 2019 19:15 Kolbeinn Kolbeinsson, tuttugu og eins ára Reykvíkingur hefur notað júlímánuð til að ganga hringinn í kringum landið en hann lýkur göngu sinni í kvöld. Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín er að fá sér pizzu og skella sér síðan á þjóðhátíð. Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 11 og 12 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag. „Þetta er bara búið að ganga mjög vel, ég er reyndar búin að vera í mjög mikilli rigningu síðustu dagana en annars er búið að vera mjög heitt og fínt“, segir Kolbeinn. En hvar fannst honum skemmtilegast að ganga og hvar var erfiðast að ganga? „Ég myndi segja Suðurlandið, það er fínt, beinn vegur og þess háttar, alveg fallegt þó það sé mikið af ekki neinu í kringum mig. Það var erfiðast að ganga um Norðausturland, að fara í gegnum Möðrudalsöræfi, það var svolítið erfitt og í kringum Mývatn. Kolbeinn gekk að meðaltali 45 kíló á hverjum degi í göngunni. Hann segist hafa lést um 10 kíló á göngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Kolbeinn segir að tilgangur göngunnar hafi verið að safna peningum fyrir Samferða, sem eru góðgerðasamtök, sem aðstoðar fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Markmið hans er að safna hálfri milljón króna. „Ég er komin upp í fjögur hundruð fimmtíu og tvö þúsund, sem er bara mjög gott. Ég held að ég geti klárað þessar fjörutíu og átta þúsund krónur í dag“. En hvað verður það fyrsta sem Kolbeinn ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín í kvöld? „Ég ætla að fá mér pizzu og gera ekki neitt, fer svo á þjóðhátíð“. Vilji fólk styrkja Kolbein og Samferða þá er reikningurinn 0370-13-005770 og kennitala 240997 - 2079. Árborg Íþróttir Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Kolbeinn Kolbeinsson, tuttugu og eins ára Reykvíkingur hefur notað júlímánuð til að ganga hringinn í kringum landið en hann lýkur göngu sinni í kvöld. Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín er að fá sér pizzu og skella sér síðan á þjóðhátíð. Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 11 og 12 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag. „Þetta er bara búið að ganga mjög vel, ég er reyndar búin að vera í mjög mikilli rigningu síðustu dagana en annars er búið að vera mjög heitt og fínt“, segir Kolbeinn. En hvar fannst honum skemmtilegast að ganga og hvar var erfiðast að ganga? „Ég myndi segja Suðurlandið, það er fínt, beinn vegur og þess háttar, alveg fallegt þó það sé mikið af ekki neinu í kringum mig. Það var erfiðast að ganga um Norðausturland, að fara í gegnum Möðrudalsöræfi, það var svolítið erfitt og í kringum Mývatn. Kolbeinn gekk að meðaltali 45 kíló á hverjum degi í göngunni. Hann segist hafa lést um 10 kíló á göngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Kolbeinn segir að tilgangur göngunnar hafi verið að safna peningum fyrir Samferða, sem eru góðgerðasamtök, sem aðstoðar fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Markmið hans er að safna hálfri milljón króna. „Ég er komin upp í fjögur hundruð fimmtíu og tvö þúsund, sem er bara mjög gott. Ég held að ég geti klárað þessar fjörutíu og átta þúsund krónur í dag“. En hvað verður það fyrsta sem Kolbeinn ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín í kvöld? „Ég ætla að fá mér pizzu og gera ekki neitt, fer svo á þjóðhátíð“. Vilji fólk styrkja Kolbein og Samferða þá er reikningurinn 0370-13-005770 og kennitala 240997 - 2079.
Árborg Íþróttir Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira