Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 09:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er búin að skrá sig inn og þá eru líka teknar myndir af keppendum og þær svo hengdar upp á vegg. Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun en keppendur þurfa fyrst að skrá sig inn hjá mótshöldurum. Um leið og keppendurnir gera þá fá þeir ýmislegt gefins frá Reebok íþróttavöruframleiðandanum sem er samstarfsaðili CrossFit samtakanna. Allir keppendur verða að keppa í fötunum frá Reebok en það eru reglur hjá CrossFit og hafa verið lengi. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem Tommy Marquez frá Youtube-síðunni Morning Chalk Up fékk kynningu á því hvað keppendur heimsleikanna fá gefins í ár. Hver og einn keppandi fær meðal annars fjóra mismunandi skó sem henta við mismunandi aðstæður. Þar eru léttir skór, hlaupaskór, lyftingaskór og takkaskór þegar keppendur þurfa gott grip. Hver keppandi færi síðan fötin sín í sérstökum kassa þar sem má finna öll möguleg keppnisföt. Keppendur fá sem dæmi sérstakan jakka sem er vel merktur þeim og þeirra þjóð en honum klæðast þeir á opnunarhátíðinni. Í kassanum í ár má líka finna nýjan tölvuvæddan brjóstahaldara fyrir konurnar sem keppa á heimsleikunum. Þessi nýi brjóstahaldari frá Reebok sem er meðal annars kynntur í fyrrnefndu myndbandi. Þessi brjóstahaldari er með sérstakan nema í sér sem nemur hversu mikið íþróttakonan er að hreyfa sig hverju sinni. Ef íþróttakonan hreyfir sig mikið þá verður brjóstahaldarinn stífari og veitir þannig meiri stuðning. Þennan brjóstahaldara og hin fötin sem þau fá má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.Heimsleikarnir í CrossFit verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 3. CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun en keppendur þurfa fyrst að skrá sig inn hjá mótshöldurum. Um leið og keppendurnir gera þá fá þeir ýmislegt gefins frá Reebok íþróttavöruframleiðandanum sem er samstarfsaðili CrossFit samtakanna. Allir keppendur verða að keppa í fötunum frá Reebok en það eru reglur hjá CrossFit og hafa verið lengi. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem Tommy Marquez frá Youtube-síðunni Morning Chalk Up fékk kynningu á því hvað keppendur heimsleikanna fá gefins í ár. Hver og einn keppandi fær meðal annars fjóra mismunandi skó sem henta við mismunandi aðstæður. Þar eru léttir skór, hlaupaskór, lyftingaskór og takkaskór þegar keppendur þurfa gott grip. Hver keppandi færi síðan fötin sín í sérstökum kassa þar sem má finna öll möguleg keppnisföt. Keppendur fá sem dæmi sérstakan jakka sem er vel merktur þeim og þeirra þjóð en honum klæðast þeir á opnunarhátíðinni. Í kassanum í ár má líka finna nýjan tölvuvæddan brjóstahaldara fyrir konurnar sem keppa á heimsleikunum. Þessi nýi brjóstahaldari frá Reebok sem er meðal annars kynntur í fyrrnefndu myndbandi. Þessi brjóstahaldari er með sérstakan nema í sér sem nemur hversu mikið íþróttakonan er að hreyfa sig hverju sinni. Ef íþróttakonan hreyfir sig mikið þá verður brjóstahaldarinn stífari og veitir þannig meiri stuðning. Þennan brjóstahaldara og hin fötin sem þau fá má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.Heimsleikarnir í CrossFit verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 3.
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira