Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 11:28 Frá vegagerð um Hagavík í Grafningi. Þar eru nú komin bundið slitlag og vegrið. Stöð 2/Einar Árnason. Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30