Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 13:48 McAdams og Ferrell áttu í örlitlum erfiðleikum með íslenskan framburð og var leikarinn Ari Freyr kallaður til aðstoðar. Vísir/Getty/Hjördís Jónsdóttir Undirbúningur fyrir Eurovision-mynd Will Ferrell stendur sem hæst þessa dagana en í gær fengu aðalleikarar myndarinnar, Farrell og Rachel McAdams, kennslu frá íslenskum leikara í íslenskum framburði. Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, leikari sem búsettur er í London, fékk símtal frá umboðsmanni sínum á mánudagsmorgun sem spurði hvort Ari væri ekki laus á þriðjudag til að hitta bandaríska leikarann Will Ferrell og hjálpa honum með íslensku og íslenska hreiminn. „Ég sagði auðvitað strax já enda mikill Will Ferrell aðdáandi,“ segir Ari. Í framhaldi af símtalinu fékk Ari tölvupóst frá aðstoðarkonu leikstjóra myndarinnar þar sem kom fram að hann myndi hitta Will og Rachel McAdams til að hjálpa þeim með íslensku í lagi sem verður í myndinni. „Þau voru með eitthvað lag sem var smá bútur af íslensku í og ég var bara að hjálpa þeim með réttan framburð,“ segir Ari sem hitti þau á framleiðsluskrifstofu í London.Grínaðist með tónhæð Bjarkar Hann segir þeim hafa gengið misjafnlega að ná íslenska hreimnum. „R-in reyndust þeim erfið og sömuleiðis Þ-hljóðin í íslenskunni.“Í gær hitti ég Will Ferrell og Rachel McAdams til að kenna þeim íslensku.Í dag er ég í svörtum jakkafötum og með byssu sem er búin til pappa og límbandi— Ari Isfeld Oskarsson (@ariisfeld) July 31, 2019 Ari segir Will Ferrell hafa grínast aðeins með söngkonuna Björk á fundinum með Ara. Var það vegna afar hárrar nótu í laginu sem Ferrell sagði vera í „Bjarkar-hæð“. Að öðru leyti segir Ari það hafa verið nokkuð óraunverulegt að hitta þessa heimsfrægu leikara. „Sérstaklega Will Ferrell sem maður ólst upp við að sjá í bíó. Mér leið stundum eins og ég væri fastur í einhverri mynd.“ Ari er sjálfur nýútskrifaður leikar og starfar sem slíkur í London og er um þessar mundir við tökur á kvikmynd í borginni.Verður tekin að hluta upp á Íslandi Rachel McAdams og Will Ferrell munu leika Íslendinga sem taka þátt í Eurovision-keppninni. Verður myndin tekin upp að hluta á Íslandi en mbl.is greindi frá því í vikunni að tökurnar muni fara fram á Húsavík og að söngkonan sem McAdams leikur eigi að koma frá smábæ á Íslandi. Myndin verður þó að stærstum hluta tekin upp í Pinewood-myndverinu í London. Nokkrir Íslendingar hafa verið ráðnir til að leika í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson, Hannes Óli Ágústsson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Fillipusdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson sem mun leika mann að nafni Johans. Ásamt því að leika aðalhlutverk í myndinni skrifar Will Ferrell einnig handrit hennar. Hann er sagður mikill aðdáandi keppninnar en hann og McAdams voru í Tel Aviv í vor til að kynna sér keppnina sem var haldin þar og var Ferrell einnig í Portúgal þar sem keppnin fór fram í fyrra. Verður Eurovision-myndin framleidd fyrir Netflix. Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Netflix Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59 Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Undirbúningur fyrir Eurovision-mynd Will Ferrell stendur sem hæst þessa dagana en í gær fengu aðalleikarar myndarinnar, Farrell og Rachel McAdams, kennslu frá íslenskum leikara í íslenskum framburði. Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, leikari sem búsettur er í London, fékk símtal frá umboðsmanni sínum á mánudagsmorgun sem spurði hvort Ari væri ekki laus á þriðjudag til að hitta bandaríska leikarann Will Ferrell og hjálpa honum með íslensku og íslenska hreiminn. „Ég sagði auðvitað strax já enda mikill Will Ferrell aðdáandi,“ segir Ari. Í framhaldi af símtalinu fékk Ari tölvupóst frá aðstoðarkonu leikstjóra myndarinnar þar sem kom fram að hann myndi hitta Will og Rachel McAdams til að hjálpa þeim með íslensku í lagi sem verður í myndinni. „Þau voru með eitthvað lag sem var smá bútur af íslensku í og ég var bara að hjálpa þeim með réttan framburð,“ segir Ari sem hitti þau á framleiðsluskrifstofu í London.Grínaðist með tónhæð Bjarkar Hann segir þeim hafa gengið misjafnlega að ná íslenska hreimnum. „R-in reyndust þeim erfið og sömuleiðis Þ-hljóðin í íslenskunni.“Í gær hitti ég Will Ferrell og Rachel McAdams til að kenna þeim íslensku.Í dag er ég í svörtum jakkafötum og með byssu sem er búin til pappa og límbandi— Ari Isfeld Oskarsson (@ariisfeld) July 31, 2019 Ari segir Will Ferrell hafa grínast aðeins með söngkonuna Björk á fundinum með Ara. Var það vegna afar hárrar nótu í laginu sem Ferrell sagði vera í „Bjarkar-hæð“. Að öðru leyti segir Ari það hafa verið nokkuð óraunverulegt að hitta þessa heimsfrægu leikara. „Sérstaklega Will Ferrell sem maður ólst upp við að sjá í bíó. Mér leið stundum eins og ég væri fastur í einhverri mynd.“ Ari er sjálfur nýútskrifaður leikar og starfar sem slíkur í London og er um þessar mundir við tökur á kvikmynd í borginni.Verður tekin að hluta upp á Íslandi Rachel McAdams og Will Ferrell munu leika Íslendinga sem taka þátt í Eurovision-keppninni. Verður myndin tekin upp að hluta á Íslandi en mbl.is greindi frá því í vikunni að tökurnar muni fara fram á Húsavík og að söngkonan sem McAdams leikur eigi að koma frá smábæ á Íslandi. Myndin verður þó að stærstum hluta tekin upp í Pinewood-myndverinu í London. Nokkrir Íslendingar hafa verið ráðnir til að leika í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson, Hannes Óli Ágústsson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Fillipusdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson sem mun leika mann að nafni Johans. Ásamt því að leika aðalhlutverk í myndinni skrifar Will Ferrell einnig handrit hennar. Hann er sagður mikill aðdáandi keppninnar en hann og McAdams voru í Tel Aviv í vor til að kynna sér keppnina sem var haldin þar og var Ferrell einnig í Portúgal þar sem keppnin fór fram í fyrra. Verður Eurovision-myndin framleidd fyrir Netflix.
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Netflix Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59 Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59
Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59
Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36