Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 13:48 McAdams og Ferrell áttu í örlitlum erfiðleikum með íslenskan framburð og var leikarinn Ari Freyr kallaður til aðstoðar. Vísir/Getty/Hjördís Jónsdóttir Undirbúningur fyrir Eurovision-mynd Will Ferrell stendur sem hæst þessa dagana en í gær fengu aðalleikarar myndarinnar, Farrell og Rachel McAdams, kennslu frá íslenskum leikara í íslenskum framburði. Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, leikari sem búsettur er í London, fékk símtal frá umboðsmanni sínum á mánudagsmorgun sem spurði hvort Ari væri ekki laus á þriðjudag til að hitta bandaríska leikarann Will Ferrell og hjálpa honum með íslensku og íslenska hreiminn. „Ég sagði auðvitað strax já enda mikill Will Ferrell aðdáandi,“ segir Ari. Í framhaldi af símtalinu fékk Ari tölvupóst frá aðstoðarkonu leikstjóra myndarinnar þar sem kom fram að hann myndi hitta Will og Rachel McAdams til að hjálpa þeim með íslensku í lagi sem verður í myndinni. „Þau voru með eitthvað lag sem var smá bútur af íslensku í og ég var bara að hjálpa þeim með réttan framburð,“ segir Ari sem hitti þau á framleiðsluskrifstofu í London.Grínaðist með tónhæð Bjarkar Hann segir þeim hafa gengið misjafnlega að ná íslenska hreimnum. „R-in reyndust þeim erfið og sömuleiðis Þ-hljóðin í íslenskunni.“Í gær hitti ég Will Ferrell og Rachel McAdams til að kenna þeim íslensku.Í dag er ég í svörtum jakkafötum og með byssu sem er búin til pappa og límbandi— Ari Isfeld Oskarsson (@ariisfeld) July 31, 2019 Ari segir Will Ferrell hafa grínast aðeins með söngkonuna Björk á fundinum með Ara. Var það vegna afar hárrar nótu í laginu sem Ferrell sagði vera í „Bjarkar-hæð“. Að öðru leyti segir Ari það hafa verið nokkuð óraunverulegt að hitta þessa heimsfrægu leikara. „Sérstaklega Will Ferrell sem maður ólst upp við að sjá í bíó. Mér leið stundum eins og ég væri fastur í einhverri mynd.“ Ari er sjálfur nýútskrifaður leikar og starfar sem slíkur í London og er um þessar mundir við tökur á kvikmynd í borginni.Verður tekin að hluta upp á Íslandi Rachel McAdams og Will Ferrell munu leika Íslendinga sem taka þátt í Eurovision-keppninni. Verður myndin tekin upp að hluta á Íslandi en mbl.is greindi frá því í vikunni að tökurnar muni fara fram á Húsavík og að söngkonan sem McAdams leikur eigi að koma frá smábæ á Íslandi. Myndin verður þó að stærstum hluta tekin upp í Pinewood-myndverinu í London. Nokkrir Íslendingar hafa verið ráðnir til að leika í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson, Hannes Óli Ágústsson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Fillipusdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson sem mun leika mann að nafni Johans. Ásamt því að leika aðalhlutverk í myndinni skrifar Will Ferrell einnig handrit hennar. Hann er sagður mikill aðdáandi keppninnar en hann og McAdams voru í Tel Aviv í vor til að kynna sér keppnina sem var haldin þar og var Ferrell einnig í Portúgal þar sem keppnin fór fram í fyrra. Verður Eurovision-myndin framleidd fyrir Netflix. Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Netflix Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59 Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Undirbúningur fyrir Eurovision-mynd Will Ferrell stendur sem hæst þessa dagana en í gær fengu aðalleikarar myndarinnar, Farrell og Rachel McAdams, kennslu frá íslenskum leikara í íslenskum framburði. Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, leikari sem búsettur er í London, fékk símtal frá umboðsmanni sínum á mánudagsmorgun sem spurði hvort Ari væri ekki laus á þriðjudag til að hitta bandaríska leikarann Will Ferrell og hjálpa honum með íslensku og íslenska hreiminn. „Ég sagði auðvitað strax já enda mikill Will Ferrell aðdáandi,“ segir Ari. Í framhaldi af símtalinu fékk Ari tölvupóst frá aðstoðarkonu leikstjóra myndarinnar þar sem kom fram að hann myndi hitta Will og Rachel McAdams til að hjálpa þeim með íslensku í lagi sem verður í myndinni. „Þau voru með eitthvað lag sem var smá bútur af íslensku í og ég var bara að hjálpa þeim með réttan framburð,“ segir Ari sem hitti þau á framleiðsluskrifstofu í London.Grínaðist með tónhæð Bjarkar Hann segir þeim hafa gengið misjafnlega að ná íslenska hreimnum. „R-in reyndust þeim erfið og sömuleiðis Þ-hljóðin í íslenskunni.“Í gær hitti ég Will Ferrell og Rachel McAdams til að kenna þeim íslensku.Í dag er ég í svörtum jakkafötum og með byssu sem er búin til pappa og límbandi— Ari Isfeld Oskarsson (@ariisfeld) July 31, 2019 Ari segir Will Ferrell hafa grínast aðeins með söngkonuna Björk á fundinum með Ara. Var það vegna afar hárrar nótu í laginu sem Ferrell sagði vera í „Bjarkar-hæð“. Að öðru leyti segir Ari það hafa verið nokkuð óraunverulegt að hitta þessa heimsfrægu leikara. „Sérstaklega Will Ferrell sem maður ólst upp við að sjá í bíó. Mér leið stundum eins og ég væri fastur í einhverri mynd.“ Ari er sjálfur nýútskrifaður leikar og starfar sem slíkur í London og er um þessar mundir við tökur á kvikmynd í borginni.Verður tekin að hluta upp á Íslandi Rachel McAdams og Will Ferrell munu leika Íslendinga sem taka þátt í Eurovision-keppninni. Verður myndin tekin upp að hluta á Íslandi en mbl.is greindi frá því í vikunni að tökurnar muni fara fram á Húsavík og að söngkonan sem McAdams leikur eigi að koma frá smábæ á Íslandi. Myndin verður þó að stærstum hluta tekin upp í Pinewood-myndverinu í London. Nokkrir Íslendingar hafa verið ráðnir til að leika í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson, Hannes Óli Ágústsson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Fillipusdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson sem mun leika mann að nafni Johans. Ásamt því að leika aðalhlutverk í myndinni skrifar Will Ferrell einnig handrit hennar. Hann er sagður mikill aðdáandi keppninnar en hann og McAdams voru í Tel Aviv í vor til að kynna sér keppnina sem var haldin þar og var Ferrell einnig í Portúgal þar sem keppnin fór fram í fyrra. Verður Eurovision-myndin framleidd fyrir Netflix.
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Netflix Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59 Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59
Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59
Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36