Fram vann auðveldan sigur á botnliði Magna í Inkasso-deild karla er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld en lokatölur urðu 4-1 sigur Framara.
Markalaust var í hálfleik en flóðgáttir opnuðust í síðari hálfleik. Frederico Bello Saraiva skoraði fyrsta markið á 54. mínútu og Helgi Guðjónsson skoraði annað mark sjö mínútum síðar.
Alex Freyr Elísson skoraði þriðja mark á 71. mínútu og á 77. mínútu skoraði Helgi Guðjónson annað mark sitt og fjórða mark Framara.
Kristinn Þór Rósbergsson minnkaði muninn fyrir Magna úr vítaspyrnu í uppbótartíma en lokatölur 4-1 sigur Fram.
Þeir eru þar með komnir upp í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir Þór sem er í öðru sætinu.
Magni er á botninum, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Íslenski boltinn