Kastast í kekki á milli Japans og Suður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 07:30 Utanríkisráðherrann og sendiherrann funduðu í gær. Nordicphotos/AFP Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira