Íslenski körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox undirritaði tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Íslandsmeistara KR í gær.
Kristófer var algjör lykilmaður hjá KR í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í 5.sæti deildarkeppningar en vann úrslitakeppnina á eftirminnilegan hátt, sjötta árið í röð.
Kristófer er sömuleiðis í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og á 40 A-landsleiki að baki.
Þessi 25 ára gamli leikmaður skilaði 14,2 stigum að leik í meðaltali ásamt því að rífa niður 9,7 fráköst að meðaltali. Hann fór upp í gegnum yngri flokka KR og hefur ekki leikið með neinu öðru félagi hér á landi en hefur hins vegar reynt fyrir sér í Bandaríkjunum, Frakklandi og á Filippseyjum.
Íslandsmeistararnir ætla augljóslega ekki að slá slöku við og stefna ótrauðir á sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð enda er Vesturbæjarliðið búið að klófesta eftirsóttustu bitana á leikmannamarkaðnum í sumar í bræðrunum Matthíasi Orra og Jakobi Erni Sigurðarsonum auk þess sem Brynjar Þór Björnsson sneri einnig heim í Vesturbæinn frá Sauðárkróki.
Kristófer Acox gerir nýjan samning við KR
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti




Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti
Fleiri fréttir
