Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 12:30 Forsætisráðherra hugnast ekki hugmyndir um einkavæðingu Íslandspósts. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira