Tvöfalt heljarstökk á torfærubíl | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 21. júlí 2019 16:45 Tilþrif Hauks um helgina voru algjörlega mögnuð! Sveinn Haraldsson Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira