Körfubolti

Tomsick í Stjörnuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tomsick fer úr grænu í blátt
Tomsick fer úr grænu í blátt vísir/daníel
Einn besti erlendi leikmaður Domino's deildar karla á síðasta ári verður áfram hér á landi í vetur en skiptir um félag. Stjarnan tilkynnti í dag að Nikolas Tomsick væri genginn til liðs við félagið.

Tomsick spilaði fyrir Þór Þorlákshöfn síðasta vetur. Hann skilaði 22,8 stigum að meðaltali í leik auk 3,9 frákasta og 7,6 stoðsendinga. Hann átti stóran þátt í því að Þór fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið tapaði fyrir verðandi Íslandsmeisturum KR.

Hann var valinn í úrvalslið Domino's deildar karla af Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport eftir bæði fyrri og seinni hluta tímabilsins.

Miklar væntingar voru á Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og flestir sem spáðu þeim Íslandsmeistaratitlinum. Liðið varð deildarmeistari en datt svo út í undanúrslitum gegn ÍR.

Domino's deildin hefst að nýju í október og mun Tomsick byrja á því að sækja sína gömlu félaga heim því fyrsti leikur Stjörnunnar er gegn Þór í Þorlákshöfn 3. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×