Áttfætlan langleggur fannst óvænt í Surtsey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 10:45 Áttfætlan langleggur fannst í Surtsey í síðustu viku. erling ólafsson Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir. Fjallað er um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en það eru líffræðingar stofnunarinnar sem fara árlega í eyjuna. Þá var sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands með í för sem og tveir fornleifafræðingar og landvörður frá Umhverfisstofnun. Nýja plöntutegundin sem fannst í leiðangrinum er hóffífill. Sölnuð laufblöð sýndu að fífillinn hefur einnig verið í eynni síðasta sumar og er talið líklegt að hann hafi borist með vindum til eyjarinnar. Þrátt fyrir þessa nýju tegund hefur fækkað um eina plöntutegund í Surtsey frá því í fyrra þar sem tvær tegundir, hnjáliðagras og ljónslappi fundust ekki á lífi nú. Hnjáliðagras hafði vaxið á eynni í áraraðir en ljónslappi fannst nýr árið 2015. Nýju pöddutegundirnar eru síðan annars vegar hvannuxi, bjöllutegund af ætt jötunuxa, og áttfætlan langleggur. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mjög óvænt hafi verið að finna áttfætluna langlegg í Surtsey: „Þó hann sé algeng tegund á landinu og útbreidd var ólíklegt talið hann myndi berast svo langt á haf út til að nema nýtt land. Tvö eintök fundust og bendir það til þess að langleggurinn sé mættur til leiks í eynni,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem lesa má nánar um leiðangur vísindamannanna. Surtsey varð til í Surtseyjargosinu sem stóð frá því í nóvember 1963 þar til í júní 1967. Eyjan var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón friðlandsins. Ekki er leyfilegt að fara í eyna eða að kafa við hana nema með leyfi stofnunarinnar. Dýr Surtsey Vísindi Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir. Fjallað er um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en það eru líffræðingar stofnunarinnar sem fara árlega í eyjuna. Þá var sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands með í för sem og tveir fornleifafræðingar og landvörður frá Umhverfisstofnun. Nýja plöntutegundin sem fannst í leiðangrinum er hóffífill. Sölnuð laufblöð sýndu að fífillinn hefur einnig verið í eynni síðasta sumar og er talið líklegt að hann hafi borist með vindum til eyjarinnar. Þrátt fyrir þessa nýju tegund hefur fækkað um eina plöntutegund í Surtsey frá því í fyrra þar sem tvær tegundir, hnjáliðagras og ljónslappi fundust ekki á lífi nú. Hnjáliðagras hafði vaxið á eynni í áraraðir en ljónslappi fannst nýr árið 2015. Nýju pöddutegundirnar eru síðan annars vegar hvannuxi, bjöllutegund af ætt jötunuxa, og áttfætlan langleggur. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mjög óvænt hafi verið að finna áttfætluna langlegg í Surtsey: „Þó hann sé algeng tegund á landinu og útbreidd var ólíklegt talið hann myndi berast svo langt á haf út til að nema nýtt land. Tvö eintök fundust og bendir það til þess að langleggurinn sé mættur til leiks í eynni,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem lesa má nánar um leiðangur vísindamannanna. Surtsey varð til í Surtseyjargosinu sem stóð frá því í nóvember 1963 þar til í júní 1967. Eyjan var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón friðlandsins. Ekki er leyfilegt að fara í eyna eða að kafa við hana nema með leyfi stofnunarinnar.
Dýr Surtsey Vísindi Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira