Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. júlí 2019 18:45 Kerskálarnir þrír í Straumsvík en þriðja skálanum sem stendur við Reykjanesbraut var lokað í nótt. Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira