Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:30 Mack Horton steig aldrei upp á verðlaunapallinn með þeim Sun Yang og Gabriele Detti. Getty/Maddie Meyer Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti. Ástralía Sund Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti.
Ástralía Sund Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira