Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 23. júlí 2019 10:29 Frá álverinu í Straumsvík. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. Hann segist þeirrar skoðunar að ef ljósbogi hafi myndast hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins átt að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Greint var frá því í gær að slökkva hefði þurft á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna.Mbl hafði svo eftir heimildum sínum í gær að svokallaður ljósbogi hefði myndast í kerskálanum. Bjarni Már hefur hingað til ekki viljað tjá sig um ljósbogann við fjölmiðla.Hefur ekki komið á vettvang Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi rætt við samstarfsmenn sína og sé að reyna að afla upplýsinga um málið.Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá 29. júlí 2015.Skjáskot/FréttablaðiðReinhold segir ljóst að eitthvað hafi gerst, en hvort að ljósbogi hafi myndast eða ekki geti hann ekki fullyrt um. Hann hafi jafnframt ekki séð vettvanginn. Ljósbogi myndaðist við skammhlaup í álverinu í Straumsvík í júní árið 2001, í sama kerskála og slökkt var á í gær. Þá brenndust tveir menn alvarlega við gangsetningu á rafgreiningarkerfi. Annar þeirra lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þetta er í annað sinn sem kerskála er lokað í álverinu en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfsemi aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Árið 2015, þegar verkfall starfsmanna álversins var yfirvofandi, sögðu stjórnendur álversins að slökkva yrði á kerskála í verksmiðjunni, kæmi til verkfalla. Var haft eftir þeim í Fréttablaðinu að yrði slökkt á kerskálanum jafngilti það lokun fyrirtækisins. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. Hann segist þeirrar skoðunar að ef ljósbogi hafi myndast hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins átt að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Greint var frá því í gær að slökkva hefði þurft á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna.Mbl hafði svo eftir heimildum sínum í gær að svokallaður ljósbogi hefði myndast í kerskálanum. Bjarni Már hefur hingað til ekki viljað tjá sig um ljósbogann við fjölmiðla.Hefur ekki komið á vettvang Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi rætt við samstarfsmenn sína og sé að reyna að afla upplýsinga um málið.Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá 29. júlí 2015.Skjáskot/FréttablaðiðReinhold segir ljóst að eitthvað hafi gerst, en hvort að ljósbogi hafi myndast eða ekki geti hann ekki fullyrt um. Hann hafi jafnframt ekki séð vettvanginn. Ljósbogi myndaðist við skammhlaup í álverinu í Straumsvík í júní árið 2001, í sama kerskála og slökkt var á í gær. Þá brenndust tveir menn alvarlega við gangsetningu á rafgreiningarkerfi. Annar þeirra lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þetta er í annað sinn sem kerskála er lokað í álverinu en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfsemi aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Árið 2015, þegar verkfall starfsmanna álversins var yfirvofandi, sögðu stjórnendur álversins að slökkva yrði á kerskála í verksmiðjunni, kæmi til verkfalla. Var haft eftir þeim í Fréttablaðinu að yrði slökkt á kerskálanum jafngilti það lokun fyrirtækisins.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45