Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 16:33 Frá svæðinu þar sem hjólabrautin verður. Vísir/Vilhelm Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira
Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs.
Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira