Ástralir færðir fyrir fréttafólk í hlekkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 23:08 Áströlsku mennirnir tveir reyna að skýla andlitum sínum fyrir myndavélunum. skjáskot Lögreglan í Balí leiddi tvo ástralska menn, sem voru handteknir fyrir viku síðan vegna gruns um kókaín neyslu og -vörslu, fram fyrir fréttafólk og sýndi þá fyrir því. Indónesíska lögregluembættið ætlar að ákæra mennina tvo og leita nú þriðja manns sem grunaður er um sömu glæpi eftir röð eiturlyfjaleita í Canggu þorpinu, sem er vinsæll skemmtistaða bær á Balí. Mennirnir tveir, sem hafa verið nafngreindir sem William Cabantong, 35 ára, og David Ban Iersel, 38 ára, voru leiddir út af lögreglustöðinni fram fyrir fréttafólk, samhliða balískum mönnum sem grunaðir eru um fíkniefnabrot, og voru þeir með keðjur bæði um úlnliði og ökkla. Lögreglan handtók þá eftir að hafa borist ábending og segir að 1,12 grömm af kókaíni hafi fundist í vasa annars mannanna auk framleiðslubúnaðar, þar á meðal bilaðrar vigtar. Samkvæmt lögreglu keyptu mennirnir 2 grömm af efninu fyrir 26 þúsund íslenskar krónur. Tvímenningarnir hafa gengist undir yfirheyrslur og próf í marga daga í fangelsinu. Lögregla segir blóðprufu hafa flett ofan af því að bæði Cabantong og Van Iersel notuðu kókaín. Lögreglustjórinn í Denpasar, Ruddi Setiawan, sagði við fréttafólk: „Við hvetjum ferðamenn, heimamenn og útlendinga að koma hingað í frí. Ekki koma til að halda eiturlyfjapartý eða til að nota eiturlyf.“ „Við munum refsa útlendingum harðlega ef þeir veita viðnám. Við munum ekki vera miskunnsamir.“ Búist er við að mennirnir verði ákærðir fyrir brot á indónesísku lagagreininni 112, lagabálki sem fjallar um eiturlyfjavörslu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér 4 til 12 ára fangelsisvist auk sjö milljóna króna sekt. Eftir því sem best er vitað unnu bæði Cabantong og Van Iersel sem stjórnendur skemmtistaða á meðan þeir bjuggu í Ástralíu, áður en þeir ferðuðust til Balí. Indónesía er þekkt fyrir stranga eiturlyfjalöggjöf. Árið 2017, fyrirskipaði Joko Widodo, forseti landsins, lögreglunni að skjóta eiturlyfjasmyglara. Hann sagði: „Verið strangir, sérstaklega við erlenda eiturlyfjasmyglara sem koma inn í landið og streitast við handtöku. Skjótið þá vegna þess að við eigum vissulega í eiturlyfjaneyðarástandi eins og er.“ Ástralía Indónesía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Lögreglan í Balí leiddi tvo ástralska menn, sem voru handteknir fyrir viku síðan vegna gruns um kókaín neyslu og -vörslu, fram fyrir fréttafólk og sýndi þá fyrir því. Indónesíska lögregluembættið ætlar að ákæra mennina tvo og leita nú þriðja manns sem grunaður er um sömu glæpi eftir röð eiturlyfjaleita í Canggu þorpinu, sem er vinsæll skemmtistaða bær á Balí. Mennirnir tveir, sem hafa verið nafngreindir sem William Cabantong, 35 ára, og David Ban Iersel, 38 ára, voru leiddir út af lögreglustöðinni fram fyrir fréttafólk, samhliða balískum mönnum sem grunaðir eru um fíkniefnabrot, og voru þeir með keðjur bæði um úlnliði og ökkla. Lögreglan handtók þá eftir að hafa borist ábending og segir að 1,12 grömm af kókaíni hafi fundist í vasa annars mannanna auk framleiðslubúnaðar, þar á meðal bilaðrar vigtar. Samkvæmt lögreglu keyptu mennirnir 2 grömm af efninu fyrir 26 þúsund íslenskar krónur. Tvímenningarnir hafa gengist undir yfirheyrslur og próf í marga daga í fangelsinu. Lögregla segir blóðprufu hafa flett ofan af því að bæði Cabantong og Van Iersel notuðu kókaín. Lögreglustjórinn í Denpasar, Ruddi Setiawan, sagði við fréttafólk: „Við hvetjum ferðamenn, heimamenn og útlendinga að koma hingað í frí. Ekki koma til að halda eiturlyfjapartý eða til að nota eiturlyf.“ „Við munum refsa útlendingum harðlega ef þeir veita viðnám. Við munum ekki vera miskunnsamir.“ Búist er við að mennirnir verði ákærðir fyrir brot á indónesísku lagagreininni 112, lagabálki sem fjallar um eiturlyfjavörslu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér 4 til 12 ára fangelsisvist auk sjö milljóna króna sekt. Eftir því sem best er vitað unnu bæði Cabantong og Van Iersel sem stjórnendur skemmtistaða á meðan þeir bjuggu í Ástralíu, áður en þeir ferðuðust til Balí. Indónesía er þekkt fyrir stranga eiturlyfjalöggjöf. Árið 2017, fyrirskipaði Joko Widodo, forseti landsins, lögreglunni að skjóta eiturlyfjasmyglara. Hann sagði: „Verið strangir, sérstaklega við erlenda eiturlyfjasmyglara sem koma inn í landið og streitast við handtöku. Skjótið þá vegna þess að við eigum vissulega í eiturlyfjaneyðarástandi eins og er.“
Ástralía Indónesía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira