Búist við afsögn ríkisstjórans í skugga „Ricky-Leaks“ hneykslisins: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:45 Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hafði í frammi fjandsamleg ummæli í garð minnihlutahópa en neitar opinberlega að segja af sér. Heimildir fréttastofu CNN herma þó að hann hyggist gera það síðdegis. Vísir/ap Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12
Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41