Hundruð þúsunda á vergangi vegna flóða í Bangladess Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 10:59 Hjúkrunarfræðingur hugar að manni með beinbrunasótt í höfuðborginni Dhaka. Fimm manns hafa látist af völdum sjúkdómsins þar á árinu. Vísir/EPA Rúmlega sextíu manns eru látnir og hátt í 800.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Bangladess. Flóðin ná yfir allt að þriðjung landsins og þau eru þau verstu í tvö ár að sögn yfirvalda þar. Ákafar monsúnrigningar síðustu tveggja vikna valda flóðunum en alls hafa þau haft áhrif á um þrjár milljónir manna. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að þegar sjatnar í flóðunum geti hættulegir smitsjúkdómar sem berast með vatni farið á kreik. Þau róa því öllum árum að því að koma upp vatnshreinsistöðvum á flóðasvæðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áætlað er að bændur hafi tapað landbúnaðarframleiðslu að andvirði meira en fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði um 4,9 milljarða íslenskra króna. Rauði krossinn deilir nú út matvælum, vatni og annarri aðstoð til fórnarlamba flóðanna. Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og jafnframt eitt það þéttbýlasta. Þar búa 160 milljónir manna á ósum fljóta sem renna út í Bengalflóða. Flóð og fellibylir valda reglulega usla í landinu sem gæti orðið sérstaklega illa úti þegar yfirborð sjávar hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Úrkoman hefur einnig valdið aurskriðum í nágrannaríkinu Nepal sem hrifu með sér fimm hús í gær. Átta manns fórust í Gulmi-héraði í vesturhluta landsins. Fjögurra annarra er saknað og tveir eru slasaðir. Alls hafa því hundrað manns farist og þrjátíu er saknað af völdum flóðanna í Nepal. Bangladess Loftslagsmál Tengdar fréttir Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48 Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Rúmlega sextíu manns eru látnir og hátt í 800.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Bangladess. Flóðin ná yfir allt að þriðjung landsins og þau eru þau verstu í tvö ár að sögn yfirvalda þar. Ákafar monsúnrigningar síðustu tveggja vikna valda flóðunum en alls hafa þau haft áhrif á um þrjár milljónir manna. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að þegar sjatnar í flóðunum geti hættulegir smitsjúkdómar sem berast með vatni farið á kreik. Þau róa því öllum árum að því að koma upp vatnshreinsistöðvum á flóðasvæðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áætlað er að bændur hafi tapað landbúnaðarframleiðslu að andvirði meira en fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði um 4,9 milljarða íslenskra króna. Rauði krossinn deilir nú út matvælum, vatni og annarri aðstoð til fórnarlamba flóðanna. Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og jafnframt eitt það þéttbýlasta. Þar búa 160 milljónir manna á ósum fljóta sem renna út í Bengalflóða. Flóð og fellibylir valda reglulega usla í landinu sem gæti orðið sérstaklega illa úti þegar yfirborð sjávar hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Úrkoman hefur einnig valdið aurskriðum í nágrannaríkinu Nepal sem hrifu með sér fimm hús í gær. Átta manns fórust í Gulmi-héraði í vesturhluta landsins. Fjögurra annarra er saknað og tveir eru slasaðir. Alls hafa því hundrað manns farist og þrjátíu er saknað af völdum flóðanna í Nepal.
Bangladess Loftslagsmál Tengdar fréttir Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48 Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48
Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45