Íslenski boltinn

Starki blautur í fæturna í Grafarvoginum en fékk auka hamborgara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Myndatökumaðurinn býður Starka hamborgarann sinn.
Myndatökumaðurinn býður Starka hamborgarann sinn. SKJÁSKOT
Starkaður Pétursson, betur þekktur sem Starki á völlunum, mætti á leik Fjölnis og Fram í Inkasso-deild karla í síðustu viku.

Veðrið lék ekki beint við áhorfendur og Starki þurfti að finna sér regnhlíf til að verjast úrhellinu.

Auk þess að fylgjast með leiknum bragðaði Starki á veitingunum á Extra-vellinum og datt í lukkupottinn þegar myndatökumaðurinn gaf honum sinn hamborgara.

Starki kíkti inn í búningsklefa liðanna og sinnti líka gæslustörfum.

Þriðja þátt Starka á völlunum má sjá hér fyrir neðan.

 


Tengdar fréttir

Starki á völlunum í svaðilför á Ásvöllum

Nágrannaslagurinn á milli Hauka og FH á að vera stál í stál að mati Starka á völlunum. Hann varð hins vegar fyrir nokkrum vonbrigðum á Ásvöllum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×