Veðrið lék ekki beint við áhorfendur og Starki þurfti að finna sér regnhlíf til að verjast úrhellinu.
Auk þess að fylgjast með leiknum bragðaði Starki á veitingunum á Extra-vellinum og datt í lukkupottinn þegar myndatökumaðurinn gaf honum sinn hamborgara.
Starki kíkti inn í búningsklefa liðanna og sinnti líka gæslustörfum.
Þriðja þátt Starka á völlunum má sjá hér fyrir neðan.