Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 23:00 Guðlaugur Þór og Boris á fundi NATO árið 2017 EPA/ Stephanie LeCOCQ „Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
„Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira