Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Ekkert hvítt handklæði í Vestmannaeyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cloé Lacasse er búin að skora 9 mörk í 10 leikjum í Pepsi Max deildinni í sumar.
Cloé Lacasse er búin að skora 9 mörk í 10 leikjum í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Daníel
ÍBV-liðið er að missa markahæsta leikmann liðsins en Pepsi mörk kvenna fóru aðeins yfir stöðuna hjá Eyjakonum eftir að þær missa Cloé Lacasse til Benfica.

Brenna Lovera skoraði í sinum fyrsta leik með ÍBV þegar liðið vann mikilvægan 3-2 sigur á Keflavík. Það var allt annað að sjá Eyjaliðið frá leiknum á móti Blikum þar sem liðið fékk á sig níu mörk.

Brenna Lovera fékk hrós frá sérfræðingum Pepsi Max marka kvenna.

„Hún leit vel út á þessum klippum og það er alveg klárt að það á ekki að kasta inn handklæðinu í Eyjum,“ sagði Mist Rúnarssóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna.

Mist nefndi einnig Mckenzie Grossman og norður-írskan landsliðsmarkvörð, Jacqueline Burns, sem er á leiðinni til kvennaliðs ÍBV.

„Þær ætla ekki að taka þátt í þessari botnbaráttu sýnist mér og vilja tryggja sig aðeins þegar Cloe fer,“ sagði Mist en hvernig verður framhaldið.

„Veist þú Ásthildur hvenær Cloé fer,“ spurði Helena Ólafsdóttir.

„Nei ég veit það ekki en bíð spennt eftir því. Við viljum auðvitað hafa hana hér sem lengst enda frábær leikmaður sem er gaman að hafa í deildinni,“ sagði Ásthildur Helgadóttir , sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna.

„Þetta var geggjaður viðsnúningur hjá Eyjakonum eftir afhroðið í síðustu umferð. Við erum farin að átta okkur á því hvaða kröfur maður getur sett á þetta ÍBV-lið. Á góðum degi eru þær geggjaðar,“ sagði Mist og Ásthildur bætti við: „Talandi um út í Eyjum,“ sagði Ásthildur.

„Tímabilið út í Portúgal byrjar í september þannig að mögulega getur Cloé Lacasse náð einum eða tveimur leikjum í viðbót,“ sagði Mist.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Pepsi marka kvenna um ÍBV-liðið og Cloé Lacasse.



Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Lífið í Eyjum eftir Cloé Lacasse

Tengdar fréttir

Cloé Lacasse gengin til liðs við Benfica

Cloé Lacasse hefur samið við portúgalska félagið Benfica og mun því yfirgefa ÍBV. Lacasse greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Cloé á förum frá ÍBV

Staða Eyjakvenna gæti versnað enn frekar ef markahæsti leikmaður liðsins færir sig um set.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×