Nær óbætanlegt tjón ef spilliefni bærist inn á vatnsverndarsvæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 14:25 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“ Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira