Óli Jóh: Vildi að við hefðum þorað að halda boltanum meira Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2019 21:10 Ólafur var í Evrópudressinu í kvöld vísir/bára Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira
Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira