Veitingaskáli á Myrká heima hjá frægasta draugi Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2019 21:11 Oddgeir Sigurjónsson er bóndi á Myrká en einnig heilbrigðisfulltrúi og ostagerðarmeistari. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00
Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30
Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00