Óbreytt staða í Straumsvík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 12:49 Ljósbogi myndaðist í þriðja kerskála álversins í Straumsvík um helgina. Vísir/vilhelm Enn hefur ekki verið lagt mat á það hversu mikið fjárhagslegt tjón lokun kerskála þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík hefur í för með sér. Óbreytt staða er í álverinu síðan skálanum var lokað en vel gengur að koma jafnvægi á rekstur skála eitt og tvö að sögn upplýsingafulltrúa. Stór hluti framleiðslunnar í álverinu í Straumsvík hefur legið niðri síðan kerskála þrjú var lokað af öryggisástæðum aðfaranótt mánudags eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerjum skálans. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir stöðuna óbreytta. „Það er ekki hafin vinna við endurræsingu. Við erum fyrst og fremst að vinna að því að koma góðu jafnvægi á skála eitt og tvö og það gengur bara vel, samkvæmt áætlun. En á þessu stigi, er útlit fyrir að hann verið opnaður á ný yfir höfuð? Já það er alveg klárlega verið að stefna að og unnið samkvæmt því að hann verði tekinn í gagnið á ný,“ segir Bjarni Már. Ekki liggur þó fyrir hvenær það verður. „Auðvitað er unnið að því að gera það eins fljótt og hægt er en svona vinna tekur auðvitað bara nokkurn tíma.“ Óróleiki hefur einnig verið í kerskálum eitt og tvö og eru nokkur ker eru enn úti en ástandið fer batnandi að sögn Bjarna Más. „Það gengur bara vel að koma jafnvægi á skála eitt og tvö. Auðvitað um leið og við eru með skála þrjú úti þá gefst okkur betra tækifæri til þess að vinna í því og það gengur bara vel.“ Síðast þegar kerskála var lokað í álverinu tók tíu vikur að koma honum aftur í gang og nam tjónið þá um fjórum milljörðum króna. Aðspurður kveðst Bjarni Már ekki geta sagt til um það hversu mikið tjónið er nú. „Það hefur ekki verið lagt mat á það og við erum fyrst og fremst bara að hugsa um að koma rekstrinum í gott horf og það er ekki búið að því.“ Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Starfsmannafundur í Straumsvík Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa boðað til fundar með starfsfólki álversins klukkan 11:15, þar sem farið verður yfir stöðu mála. 24. júlí 2019 11:12 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Enn hefur ekki verið lagt mat á það hversu mikið fjárhagslegt tjón lokun kerskála þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík hefur í för með sér. Óbreytt staða er í álverinu síðan skálanum var lokað en vel gengur að koma jafnvægi á rekstur skála eitt og tvö að sögn upplýsingafulltrúa. Stór hluti framleiðslunnar í álverinu í Straumsvík hefur legið niðri síðan kerskála þrjú var lokað af öryggisástæðum aðfaranótt mánudags eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerjum skálans. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir stöðuna óbreytta. „Það er ekki hafin vinna við endurræsingu. Við erum fyrst og fremst að vinna að því að koma góðu jafnvægi á skála eitt og tvö og það gengur bara vel, samkvæmt áætlun. En á þessu stigi, er útlit fyrir að hann verið opnaður á ný yfir höfuð? Já það er alveg klárlega verið að stefna að og unnið samkvæmt því að hann verði tekinn í gagnið á ný,“ segir Bjarni Már. Ekki liggur þó fyrir hvenær það verður. „Auðvitað er unnið að því að gera það eins fljótt og hægt er en svona vinna tekur auðvitað bara nokkurn tíma.“ Óróleiki hefur einnig verið í kerskálum eitt og tvö og eru nokkur ker eru enn úti en ástandið fer batnandi að sögn Bjarna Más. „Það gengur bara vel að koma jafnvægi á skála eitt og tvö. Auðvitað um leið og við eru með skála þrjú úti þá gefst okkur betra tækifæri til þess að vinna í því og það gengur bara vel.“ Síðast þegar kerskála var lokað í álverinu tók tíu vikur að koma honum aftur í gang og nam tjónið þá um fjórum milljörðum króna. Aðspurður kveðst Bjarni Már ekki geta sagt til um það hversu mikið tjónið er nú. „Það hefur ekki verið lagt mat á það og við erum fyrst og fremst bara að hugsa um að koma rekstrinum í gott horf og það er ekki búið að því.“
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Starfsmannafundur í Straumsvík Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa boðað til fundar með starfsfólki álversins klukkan 11:15, þar sem farið verður yfir stöðu mála. 24. júlí 2019 11:12 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00
Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45
Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00
Starfsmannafundur í Straumsvík Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa boðað til fundar með starfsfólki álversins klukkan 11:15, þar sem farið verður yfir stöðu mála. 24. júlí 2019 11:12