Í myndböndum sem eru að finna á Facebook-síðu Víkurfrétta er hægt að sjá hvalina, bæði frá landi og í myndbandi sem tekið var upp með dróna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík grindhvalavaða lætur sjá sig á Suðurnesjum en í júlímánuði árið 2012 villtust um tvö til þrjú hundruð grindhvalir að ströndum Njarðvíkur.
Sjá einnig: Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi?
Í viðtali við Gísla Víkingsson, hvalasérfræðing, árið 2012 sagði hann það vera sjaldgæft að grindhvalavöður villtust að ströndum landsins. Slíkt hafi gerst á um það bil tíu ára fresti en þá ættu dýrin það til að synda upp í fjöru og festast.
Hér að neðan má sjá myndböndin sem birt voru á Facebook-síðu Víkurfrétta í kvöld.