Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 12:00 Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir fólk slegið yfir flugslysinu í gær og tíðum flugslysum undanfarið. Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst. Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst.
Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00
Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08
Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52